Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2009, Side 12

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2009, Side 12
G u ð n i E l í s s o n 12 TMM 2009 · 4 Baldvin Hannibalsson gerir þennan bakgrunn höfundar að umtalsefni í grein sem hann birtir um bókina í Lesbók Morgunblaðins og telur hann skýra hvers vegna höfundur ræði ekki hlut verkalýðshreyfingarinnar og pólitískrar réttindabaráttu í því að skapa það norræna velferðarríki sem smám saman varð hér að veruleika á árunum eftir stríð. Síðan segir Jón: „Það má því merkilegt heita að höfundur með þessa fortíð skrifar af eft- irsjá um það þjóðfélag sem kenna má við félagslega samstöðu og efna- legan jöfnuð. Og hann fær um leið ekki dulið óbeit sína á þeirri eftirlík- ingu amerísks kapítalisma, sem nú hefur lagt Ísland í rúst. Það er virð- ingarvert þegar menn læra af reynslunni. Batnandi mönnum er best að lifa.“4 Það er rétt hjá Jóni að Guðmundur ræðir ekki þátt verkalýðshreyfing- arinnar í að skapa samfélag jafnaðar á Íslandi tuttugustu aldar. Hann leitar fremur skýringanna á íslenska velferðarríkinu í manneskjulegum kapítalisma, þar sem gömlu auðmennirnir „guldu flestir keisaranum það sem keisarans var – og vafalaust einnig guði það sem guðs var“ (82). Þessir menn efnast á mikilli vinnu (82), þeir eru starfsmenn á gólfi, klæðast vinnusloppum, eru hljóðlátir og fyrirferðarlitlir, alþýðlegir og duglegir (78–79). Í lífsviðhorfi þessara manna má finna hið gamla en gleymda slagorð Sjálfstæðisflokksins: Stétt með stétt. Taka má undir þau sjónarmið Guðmundar að stigsmunur sé á íslensk- um kapítalisma eftirstríðsáranna og þeim sem fylgdi í kjölfar hins opna markaðskerfis, þar sem glórulaus græðgi réð ríkjum. Eigi að síður ber að forðast að ætla að á Íslandi hafi um miðbik síðustu aldar ríkt réttlát og nægjusöm valdastétt sem bar fyrst og fremst hag almennings fyrir brjósti. Tilvitnunin í verk Halldórs Laxness hér að framan sýnir svo ekki verður um villst að þær viðskiptaaðferðir sem nú hafa nánast sett landið á hausinn mátti einnig finna á uppvaxtarárum Guðmundar þó svo að þá hafi spaugararnir ekki verið eins stórtækir. Og ekki þarf annað en að minna á bók á borð við Fátækt fólk eftir Tryggva Emilsson til að rifja upp þá römmu stéttaskiptingu sem hér var landlæg og þá algjöru örbirgð sem fátækt fólk á Íslandi bjó við, öld fram af öld.5 Guðmundur er gagnrýninn á óheftan markaðskapítalisma, en hafa verður í huga að þrátt fyrir það eru skýringar hans mótaðar af hægri- sinnaðri sögusýn. Henni fylgir innsæi, en innsæið vekur einnig blindu, eins og jafnan gerist þegar menn beita hugmyndafræðilegum greining- artækjum, og á það við hvort sem þeir standa til hægri eða vinstri. TMM_4_2009.indd 12 11/4/09 5:44:31 PM
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.