Tímarit Máls og menningar - 01.11.2009, Blaðsíða 12
G u ð n i E l í s s o n
12 TMM 2009 · 4
Baldvin Hannibalsson gerir þennan bakgrunn höfundar að umtalsefni
í grein sem hann birtir um bókina í Lesbók Morgunblaðins og telur hann
skýra hvers vegna höfundur ræði ekki hlut verkalýðshreyfingarinnar og
pólitískrar réttindabaráttu í því að skapa það norræna velferðarríki sem
smám saman varð hér að veruleika á árunum eftir stríð. Síðan segir Jón:
„Það má því merkilegt heita að höfundur með þessa fortíð skrifar af eft-
irsjá um það þjóðfélag sem kenna má við félagslega samstöðu og efna-
legan jöfnuð. Og hann fær um leið ekki dulið óbeit sína á þeirri eftirlík-
ingu amerísks kapítalisma, sem nú hefur lagt Ísland í rúst. Það er virð-
ingarvert þegar menn læra af reynslunni. Batnandi mönnum er best að
lifa.“4
Það er rétt hjá Jóni að Guðmundur ræðir ekki þátt verkalýðshreyfing-
arinnar í að skapa samfélag jafnaðar á Íslandi tuttugustu aldar. Hann
leitar fremur skýringanna á íslenska velferðarríkinu í manneskjulegum
kapítalisma, þar sem gömlu auðmennirnir „guldu flestir keisaranum
það sem keisarans var – og vafalaust einnig guði það sem guðs var“ (82).
Þessir menn efnast á mikilli vinnu (82), þeir eru starfsmenn á gólfi,
klæðast vinnusloppum, eru hljóðlátir og fyrirferðarlitlir, alþýðlegir og
duglegir (78–79). Í lífsviðhorfi þessara manna má finna hið gamla en
gleymda slagorð Sjálfstæðisflokksins: Stétt með stétt.
Taka má undir þau sjónarmið Guðmundar að stigsmunur sé á íslensk-
um kapítalisma eftirstríðsáranna og þeim sem fylgdi í kjölfar hins opna
markaðskerfis, þar sem glórulaus græðgi réð ríkjum. Eigi að síður ber að
forðast að ætla að á Íslandi hafi um miðbik síðustu aldar ríkt réttlát og
nægjusöm valdastétt sem bar fyrst og fremst hag almennings fyrir
brjósti. Tilvitnunin í verk Halldórs Laxness hér að framan sýnir svo ekki
verður um villst að þær viðskiptaaðferðir sem nú hafa nánast sett landið
á hausinn mátti einnig finna á uppvaxtarárum Guðmundar þó svo að þá
hafi spaugararnir ekki verið eins stórtækir. Og ekki þarf annað en að
minna á bók á borð við Fátækt fólk eftir Tryggva Emilsson til að rifja
upp þá römmu stéttaskiptingu sem hér var landlæg og þá algjöru örbirgð
sem fátækt fólk á Íslandi bjó við, öld fram af öld.5
Guðmundur er gagnrýninn á óheftan markaðskapítalisma, en hafa
verður í huga að þrátt fyrir það eru skýringar hans mótaðar af hægri-
sinnaðri sögusýn. Henni fylgir innsæi, en innsæið vekur einnig blindu,
eins og jafnan gerist þegar menn beita hugmyndafræðilegum greining-
artækjum, og á það við hvort sem þeir standa til hægri eða vinstri.
TMM_4_2009.indd 12 11/4/09 5:44:31 PM