Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2009, Blaðsíða 16

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2009, Blaðsíða 16
G u ð n i E l í s s o n 16 TMM 2009 · 4 þögn“ íslenskrar fortíðar, svo notast sé við orð leiðarahöfundar Morgun­ blaðsins í tilefni af enduropnun Þjóðminjasafns Íslands 2004.13 Víma útrásarinnar fólst ekki síst í því að ímynda sér litla Ísland sem jafningja og jafnvel ofjarl stórþjóðanna. Um það vitnar alræmd skýrsla Viðskipta- ráðs Íslands berlega en þar er varpað fram spurningunni: „Hvernig á Ísland að vera árið 2015?“ Kaflafyrirsagnirnar eru lýsandi, en gera á Ísland að samkeppnishæfasta landi í heimi á tíu árum með því að auka viðskiptafrelsi og einkavæðingu, en samkvæmt einum kaflanum lyftir einkarekstur „öllu á hærra plan“ (66). Í þeim tilgangi eigum við að elta uppi forystuþjóðir og halda fram úr þeim: Í þjóðfélagsumræðu er oft talað um að hitt og þetta sé ekki eins gott og hjá löndunum í kringum okkur. Er þar gjarnan verið að tala um hin Norðurlöndin. Draga menn oft upp slíkan samanburð þegar til stendur að færa rök fyrir meiri ríkisafskiptum, meiri ríkisútgjöldum eða hærri sköttum. Skattar á Norðurlönd- unum er [sic] miklu hærri en hér og þeir búa við ofvaxin velferðarkerfi sem framleiða bókstaflega vandamál á ýmsum sviðum. Er því oft ekki um gæfulegan samaburð [sic] eða háleit viðmið að ræða. Viðskiptaráð leggur til að Ísland hætti að bera sig saman við Norðurlöndin enda stöndum við þeim framar á flestum sviðum. Ísland ætti þess í stað að bera sig saman við þau ríki sem standa hvað fremst á hverju sviði fyrir sig. (22)14 Að baki þessari stórkarlalegu yfirlýsingu býr kraftmikil hugarmynd sem tengja má frásögnum um íslenska yfirburði, en markmið skýrslu- höfunda er að skipa litla Íslandi loks á sinn réttborna bekk í samfélagi þjóðanna. Slíkar sögur geta fyllt okkur eldmóði, en ef ekki reynist vera innistæða (afsakið líkinguna) fyrir þeim ákvörðunum sem teknar eru í nafni slíkra oflætishugmynda bjóðum við hættunni heim. Hugmyndin um íslenska yfirburði birtist víða í samfélagi útrásar- áranna. Herhvatarmyndband Kaupþings, frá fundi yfirstjórnar bankans í Nice á frönsku Rivíerunni árið 2005, var aðeins ætlað til takmarkaðrar dreifingar innan bankans, en var lekið á netið sumarið 2009. Þar má finna sérkennilega blöndu af viljahyggju og bernskum ofurmennishug- myndum, þar sem heimspeki Friedrichs Nietzsche er lesin með augum MTV-kynslóðarinnar. Líklega voru útrásarvíkingarnir í Kaupþingi ekki vel að sér í íslenskum fornbókmenntum því að hér hafa Hollywood- kvikmyndir á borð við Matrix (1999) og Disney-teiknimyndina The Incredibles (2004) rutt gömlu innrætingarsögunum úr vegi. Niðurstað- an er þó sú sama. „[R]eistu í verki / viljans merki, – / vilji er allt, sem þarf“ orti Einar Benediktsson um son „kappakyns“ í „Íslandsljóðum“, á meðan Kaupþingsmenn lýsa því yfir að lítill vandi sé að breyta heimin- TMM_4_2009.indd 16 11/4/09 5:44:31 PM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.