Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2009, Blaðsíða 129

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2009, Blaðsíða 129
D ó m a r u m b æ k u r TMM 2009 · 4 129 trúverðugleika. Í umróti nýs árþúsunds finnum við jafnvel til öryggis við að treysta á aðferðir gamaldags lögreglumanna“ (64). Af þessu má lesanda skiljast að Ísland fyrri tíma hafi hreinlega verið of frumstætt fyrir glæpasöguna til að skjóta rótum. Á umliðnum árum hafi Ísland hins vegar færst svo mjög í átt til meginlands Evrópu og nútímans að böl þessara tveggja heima hafi loks gert landnám. Þessi nýju rök íslenska lífheimsins hafa í framhaldinu skilyrt les- endur og endurskapað, og umbreytt bókmenntaskilningi þeirra. Hvað svo sem manni finnst um þessa kenningu kennarans þá er rétt að gaumgæfa áhersluna sem þarna er lögð á hlut fjölmenningarsamfélagsins og hnattvæðingarinnar í túlkun og skilningi, og tilverurétti, íslensku sakamálasögunnar. 4. Hvernig ber að skýra það að í landslaginu sem nú blasir við í íslenskum bók- menntum séu það fyrst og fremst glæpasögur sem gert hafa fjölmenningarsam- félagið sem minnst var á hér að ofan í samhengi við aðra skáldsögu Auðar, Annað líf, að umfjöllunarefni? Það virðist að minnsta kosti óumdeilanlegt að það hefur fallið í skaut sakamálasögunnar umfram aðrar bókmenntategundir að taka til umfjöllunar ýmsa mikilvæga þætti breyttrar heimsmyndar, s.s. inn- flæði erlends vinnuafls á uppgangs- og virkjunartímum (Blóðberg eftir Ævar Örn Jósepsson, 2005), aðlögunarferli menntaðs nýbúa í lífi og starfi (Aftureld­ ing eftir Viktor Arnar Ingólfsson, 2005), fordóma í garð fjölmenningarsam- félagsins (Vetrarborgin eftir Arnald Indriðason, 2005), örlög erlendra verka- manna sem lenda í slagtogi við erlendar mafíur (Land tækifæranna eftir Ævar Örn, 2008), og samspil íslenskra glæpamanna og glæpamanna frá Eystrasalts- löndum (Ódáðahraun eftir Stefán Mána, 2008). Þetta kann að tengjast „inn- byggðri“ hneigð formsins til að gaumgæfa lítt séða anga samfélagsins, líkt og minnst er á hér að ofan; þá kann þetta einnig að skýrast af einhverju sem kenna mætti við „siðferðilega sýn“ tegundarinnar þar sem greina má á milli verka sem öðrum þræði stinga á samfélagslegum graftarkýlum (Simenon, harðsoðna hefðin) og svo þeirra sem fjalla um það hvernig jafnvægi og reglu er á nýjan leik komið á í kjölfar þess að hinni hefðbundnu samfélagsskipan er ógnað (Christie og breski skólinn). Í þessu sambandi mætti einnig nefna áhersluna á réttlæt- issjónarmið og lagalegan grunn samfélagssáttmálans, en útfærsla þessara tveggja þátta er undirliggjandi viðfangsefni greinarinnar. Misjafnt er að sjálfsögðu með hvaða hætti ólíkir höfundar takast á við við- fangsefni sín, og þannig er erfitt að alhæfa nokkuð um það með hvaða hætti ofangreindir höfundar gera fjölmenningarsamfélaginu skil þótt sameiginleg sé gagnrýni á bág kjör minnihlutahópa og innflytjenda, misréttið sem þeir sæta og fordóma samfélagsins. Hins vegar er einnig rétt að benda á annan þátt sem þessar bækur eiga flestar sameiginlegan, og mætti jafnvel tengja við ákveðna hneigð innan greinarinnar, en það er hversu algengt er að bókunum ljúki með sköpun þess sem í öðru samhengi hefur verið kennt við „sýndar-jafnvægi“.11 Vissulega fjallar sakamálasagan í sinni nútímalegu birtingarmynd gjarnan um TMM_4_2009.indd 129 11/4/09 5:44:46 PM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.