Tímarit Máls og menningar - 01.11.2009, Blaðsíða 129
D ó m a r u m b æ k u r
TMM 2009 · 4 129
trúverðugleika. Í umróti nýs árþúsunds finnum við jafnvel til öryggis við að
treysta á aðferðir gamaldags lögreglumanna“ (64). Af þessu má lesanda skiljast
að Ísland fyrri tíma hafi hreinlega verið of frumstætt fyrir glæpasöguna til að
skjóta rótum. Á umliðnum árum hafi Ísland hins vegar færst svo mjög í átt til
meginlands Evrópu og nútímans að böl þessara tveggja heima hafi loks gert
landnám. Þessi nýju rök íslenska lífheimsins hafa í framhaldinu skilyrt les-
endur og endurskapað, og umbreytt bókmenntaskilningi þeirra. Hvað svo sem
manni finnst um þessa kenningu kennarans þá er rétt að gaumgæfa áhersluna
sem þarna er lögð á hlut fjölmenningarsamfélagsins og hnattvæðingarinnar í
túlkun og skilningi, og tilverurétti, íslensku sakamálasögunnar.
4.
Hvernig ber að skýra það að í landslaginu sem nú blasir við í íslenskum bók-
menntum séu það fyrst og fremst glæpasögur sem gert hafa fjölmenningarsam-
félagið sem minnst var á hér að ofan í samhengi við aðra skáldsögu Auðar,
Annað líf, að umfjöllunarefni? Það virðist að minnsta kosti óumdeilanlegt að
það hefur fallið í skaut sakamálasögunnar umfram aðrar bókmenntategundir
að taka til umfjöllunar ýmsa mikilvæga þætti breyttrar heimsmyndar, s.s. inn-
flæði erlends vinnuafls á uppgangs- og virkjunartímum (Blóðberg eftir Ævar
Örn Jósepsson, 2005), aðlögunarferli menntaðs nýbúa í lífi og starfi (Aftureld
ing eftir Viktor Arnar Ingólfsson, 2005), fordóma í garð fjölmenningarsam-
félagsins (Vetrarborgin eftir Arnald Indriðason, 2005), örlög erlendra verka-
manna sem lenda í slagtogi við erlendar mafíur (Land tækifæranna eftir Ævar
Örn, 2008), og samspil íslenskra glæpamanna og glæpamanna frá Eystrasalts-
löndum (Ódáðahraun eftir Stefán Mána, 2008). Þetta kann að tengjast „inn-
byggðri“ hneigð formsins til að gaumgæfa lítt séða anga samfélagsins, líkt og
minnst er á hér að ofan; þá kann þetta einnig að skýrast af einhverju sem kenna
mætti við „siðferðilega sýn“ tegundarinnar þar sem greina má á milli verka
sem öðrum þræði stinga á samfélagslegum graftarkýlum (Simenon, harðsoðna
hefðin) og svo þeirra sem fjalla um það hvernig jafnvægi og reglu er á nýjan leik
komið á í kjölfar þess að hinni hefðbundnu samfélagsskipan er ógnað (Christie
og breski skólinn). Í þessu sambandi mætti einnig nefna áhersluna á réttlæt-
issjónarmið og lagalegan grunn samfélagssáttmálans, en útfærsla þessara
tveggja þátta er undirliggjandi viðfangsefni greinarinnar.
Misjafnt er að sjálfsögðu með hvaða hætti ólíkir höfundar takast á við við-
fangsefni sín, og þannig er erfitt að alhæfa nokkuð um það með hvaða hætti
ofangreindir höfundar gera fjölmenningarsamfélaginu skil þótt sameiginleg sé
gagnrýni á bág kjör minnihlutahópa og innflytjenda, misréttið sem þeir sæta
og fordóma samfélagsins. Hins vegar er einnig rétt að benda á annan þátt sem
þessar bækur eiga flestar sameiginlegan, og mætti jafnvel tengja við ákveðna
hneigð innan greinarinnar, en það er hversu algengt er að bókunum ljúki með
sköpun þess sem í öðru samhengi hefur verið kennt við „sýndar-jafnvægi“.11
Vissulega fjallar sakamálasagan í sinni nútímalegu birtingarmynd gjarnan um
TMM_4_2009.indd 129 11/4/09 5:44:46 PM