Tímarit Máls og menningar - 01.11.2009, Blaðsíða 70
Ú l f h i l d u r D a g s d ó t t i r
70 TMM 2009 · 4
en austurlensk speki og heimssýn mun hafa haft mikil áhrif á höfund-
inn sem ungan mann.1
Hergé hét réttu nafni Georges Rémi, en þegar hann birti sín fyrstu
skrif í skátablaðinu Skátinn, í dálkinum ‘Yrðlingahornið’, merkti hann
þau upphafsstöfum sínum, afturgengnum: RG. Þegar þetta er borið
fram á frönsku er útkoman Hergé, og það nafn notaði hann æ síðan.2
Þetta var árið 1924. Fimm árum síðar hoppaði Tinni svo inní Litlu
Tuttugustu öldina, barnablað sem fylgdi kaþólska dagblaðinu Tuttugasta
öldin. Árið er 1929, kreppan á næsta leiti og í Bandaríkjunum taka
ævintýrasögur í myndum að birtast í dagblöðunum; Tarzan birtist fyrst
í myndasöguformi þetta ár, auk þess sem þeir félagar Buck Rogers og
Stjáni blái sáu fyrst dag(blað)sins ljós. Þetta eru umbyltingarár, bæði í
samfélaginu og fyrir hið spánnýja listform, myndasöguna. Og ekki áttu
átökin eftir að minnka. Tinni er skilgetið afkvæmi tuttustu aldarinnar
og upplifði hinar ýmsu hliðar hennar, allt frá byltingum í tækni til
pólitískra hamfara af ýmsu tagi.
Brussel í rigningu
Bankarnir hrundu eins og ofhlaðnar bókahillur heima á Íslandi, en í
Brussel fellur aðallega hellirigning. Við frændsystkinin látum ekkert af
þessu á okkur fá, ég spenni upp nýju rauðu regnhlífina og vopnuð
myndasögu-leiðsögubókum röltum við, sendiráðsfulltrúinn og kvefaði
bókmenntafræðingurinn, um borgina í leit að þeim fjölmörgu mynda-
sögum sem þar ber fyrir augu. Við hliðina á pissustráknum fræga,
Mannequin Pis, má nú finna Tinna að fikra sig niður háan vegg eftir
brunastiga, í félagi við Kolbein kaftein og Tobba að sjálfsögðu. Á næsta
horni er krá sem ber nafn pissustráksins (en ekki Tinna) og þar setjumst
við niður við snarkandi eld og dreypum á viský.
Hér í Brussel starfaði Hergé og vinsældir Tinna ollu því að borgin
varð að háborg myndasögunnar í Evrópu. Hérna fæddust þeir Svalur og
Valur og síðar Gormurinn og fjölskylda hans, Viggó viðutan, Strump-
arnir og Lukku-Láki, svo aðeins sé nefnt úrval þeirra hetja sem ratað
hafa á blöð íslensku bókmenntasögunnar. Brusselar hafa vit á að gera
mikið úr þessum mikilvæga menningararfi og árið 1989 (sama ár og
Berlínarmúrinn féll) var stofnað myndasögusafn í fallegri gamalli verk-
smiðju, sem teiknuð var af art nouveau-arkitektinum Victor Horta árið
1906. Í kjölfar þessa var byrjað að myndasöguvæða borgina enn frekar
og þegar ég heimsótti hana árið 2003 klófesti ég fremur sjúskað ljósrit
sem rakti slóð myndasögumálverka á götum Brussel. Í félagi við safnið
TMM_4_2009.indd 70 11/4/09 5:44:40 PM