Tímarit Máls og menningar - 01.11.2009, Blaðsíða 143
D ó m a r u m b æ k u r
TMM 2009 · 4 143
einnig Caspar David Friedrich, Paul Klee, Zygmunt Bauman, Meranovich,
Gino di Dominicis og Carlo Sini. Þriðji höfundurinn, Cecilia Alemani, er höll
undir kvikmyndir og sjóbisniss, í grein hennar koma við sögu Frank Sinatra,
Douglas Sirk, Marilyn Monroe, Ingmar Bergmann, en einnig Beckett (aftur) og
svo auðvitað Kierkegaard. Kona að nafni Florencia Malbran fjallar um það
þegar Ragnar skrapp eitt sinn til Bandaríkjanna og nefnir Hudson River
School, impressjónista, Action Painting, en líka Claude Monet, Carolee
Schneeman, Harold Rosenberg, Vladimir Nabokov og Rudolf Wittkower. Fátt
fer framhjá þessum höfundum; dagbókarlýsing Ragnars á bjórdrykkju sinni og
vindlareykingum upp í sveit verður síðastnefnda höfundinum tilefni til allt að
því grátbroslegra hugleiðinga um tilvistarkreppu nútímalistamannsins. Loks
er í bókinni tiltölulega hófstillt lýsing sýningarstjóranna, Markúsar Þórs Andr-
éssonar og Dorothée Kirch, á The End, sjálfu sýningarprójektinu í Feneyjum.
Til að gefa bókinni „respectable weight“, eins og það er kallað, eru síðan búin
til og birt bréfaskipti þeirra Ragnars og sænsks gagnrýnanda, Andreas Ejiks-
son, sem eiga augsýnilega að vera á persónulegum nótum. Út af fyrir sig kemur
þar fátt fram sem ekki hefur verið rætt út í æsar annars staðar í bókinni, nema
hvað listamaðurinn verður á köflum býsna sjálfhverfur í lýsingum sínum.
Hámark þessarar sjálfhverfu er sennilega að finna í fyrsta bréfi Ragnars til
Svíans, en þá situr hann í sólinni fyrir utan útrýmingarbúðirnar í Auschwitz,
sem hann er nýbúinn að skoða, en getur ekki um annað talað en fyrirhugaða
sýningu sína.
TMM_4_2009.indd 143 11/4/09 5:44:47 PM