Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2009, Blaðsíða 113

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2009, Blaðsíða 113
D ó m a r u m b æ k u r TMM 2009 · 4 113 uppfylla því að þó að bókin sé kynngimögnuð hefði vel mátt hugsa og vanda fagurfræði og framsetningu hennar betur. Tungumálið er vopnið sem höfund- urinn berst með og eigi að nota það til stórræða verður það að bíta. Þorleifur Hauksson Margar sögur í einni Guðmundur Andri Thorsson: Segðu mömmu að mér líði vel. JPV útgáfa, 2008 Segðu mömmu að mér líði vel eftir Guðmund Andra Thorsson segir frá tæpum sólarhring í lífi miðaldra arkítekts sem býr í Reykjavík ásamt föður sínum og hundinum Pjatta. Einkunnarorð bókarinnar eru sótt til Rolling Stones og Páls postula og fjalla um draumana og hverfulleikann og hvernig allt jarðneskt er sjónhending, annað en kærleikurinn. Sögumaður á sér kærustuna Kötu sem er á sama aldri, og ferðalag sögunnar snýst um óútskýrða fjarveru hennar á þess- um sólarhring þar sem virðist vera slökkt á símanum eða hún utan þjónustu- svæðis. Eitthvað er það sem knýr hann til að gera (sér) grein fyrir „atburðum þessara daga“, búa til úr þeim samfelldan þráð, á sama hátt og skáldkonan amma hans gerir í ástarsögum sínum úr sveitinni: skipulega og í réttri röð svo að ég geti áttað mig á því sem gerðist og kannski dregið einhverjar ályktanir af því – um eitthvað (14). Sagan er sögð í fyrstu persónu eins og tvær fyrstu skáldsögur Guðmundar Andra, Mín káta angist og Íslenski draumurinn, en því formi er beitt meðvitað og af meiri list en í þeim sögum. Meðal verðleika þess frásagnarforms er hvern- ig sögumaður er frjáls að því að kveða upp ýmsa dóma án þess að lesandinn skynji í þeim vísifingur hins alvitra höfundar, en fyrirferð sögumanns var einmitt helsti gallinn á Náðarkrafti, síðustu bók Guðmundar Andra. Í fyrstu persónu frásögn er sögumaður tiltekin persóna innan söguheimsins og álykt- anir hennar um aðrar persónur og atburði eru á hennar ábyrgð. Þessi persóna gefur lesanda hlutdeild í hugsunum sínum og tilfinningum og getur orðið honum býsna nákomin. En um leið er sá möguleiki fyrir hendi að hún blekki bæði sjálfa sig og aðra. Þá veit hún kannski ekki um nærri allt sem er að gerast í kringum hana, eða innra með henni sjálfri, um leið og vitneskja lesandans er bundin við hennar vitundarheim. Og hver er hún í raun og veru? Sögumaðurinn Einar lifir reyndar ekki í neinni sjálfsblekkingu. En hann burðast með ýmislegt sem hann hefur bælt með sér eða er ekki fyllilega með- vitaður um, og í fyrri hluta sögunnar, þar sem hann er í forgrunni, er ýmsum þráðum ofið sem skýrast í lokin þegar myndin er fullkomnuð. Einar er ósköp TMM_4_2009.indd 113 11/4/09 5:44:44 PM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.