Tímarit Máls og menningar - 01.11.2009, Blaðsíða 110
D ó m a r u m b æ k u r
110 TMM 2009 · 4
kostaboð. Hún fer upphaflega til bankamannsins til að betla styrk vegna heim-
ildamyndar sem hún hyggst gera, fellur saman fyrir framan hann og gusar því
upp úr sér að hún hafi misst barn, sé að skilja, viti ekki hvað hún vill í lífinu og
eigi enga fjölskyldu eða vini á Íslandi eða neinn sem þyki vænt um hana. Þar
og þá velur bankamaðurinn hana þó að hann þurfi að ráðgast við menn. Eva
skilur líka að þær sex manneskjur sem hún hefur kynnst í húsinu hafa frá upp-
hafi verið að blekkja hana og leika í leikriti sem mun leiða til dauða hennar.
Eins og Truman Burbank í kvikmyndinni The Truman Show er hún eina
manneskjan sem veit ekki að hún býr í sýndarveruleika, umkringd lygurum og
hún hefur verið blekkt og svikin. Hún skilur sömuleiðis að eftir að henni hefur
verið gefið svefnlyf á kvöldin er hún færð út úr íbúðinni og öll ummerki um
reiði hennar, ótta, einmanaleika og eiturneyslu eru fjarlægð svo að morguninn
eftir er eins og ekkert hafi gerst. Hver fjármagnar þetta? Augljóslega standa
auðugir aðilar á bak við þessa dýru sýningu en hverjir?
Losti
Frá fyrsta degi finnst Evu að horft sé á hana í íbúðinni og hún fær það staðfest
seinna þegar henni er sýnt í sjónvarpinu að hún er stöðugt „í mynd“. Óafvit-
andi virðist Eva vera í beinni útsendingu, eins konar veruleikasjónvarpi, þar
sem einhver eða einhverjir hafa aðgang að henni allan sólarhringinn. Þessir
áhorfendur geta horft á vaxandi frelsisskerðingu þar til hún er lokuð inni. Þeir
sjá hvernig vilji hennar er brotinn því henni er harðlega refsað fyrir sérhverja
uppreisnartilraun, hún er hengd upp á fótunum, henni er nauðgað, hún er
svívirt og til að forða sjálfri sér frá drukknun verður hún að drepa stúlkubarn.
Hún er lömuð með eiturlyfjum og veruleikamat hennar er rugluð með ofskynj-
unarlyfjum. Einhver hefur af þessu mikla gleði.
Klámkvikmyndir hverfast alltaf um það að sýna allt – annars væru þær ekki
klám. Venjuleg klámkvikmynd hefur í raun hefðbundnara og ósveigjanlegra
form en oddrímað gagaraljóð. Klámmyndir hafa enga frásögn. Slavoj Zizek
segir að ástæðan fyrir því að engin frásögn fær inni í klámmyndum sé sú að
enga kröfu megi gera um túlkun eða tilfinningalega þátttöku. Ef þú vilt „sjá
allt“ missirðu þetta, segir hann. Þú færð hins vegar að sjá sæði sprautast nokkr-
um sinnum og þetta er kallað „money shot“ því klámið er reðurmiðað, stefnt
að karlmönnum og verður að sýna frammistöðu þeirra eins og virkan goshver,
Strokk en ekki Geysi – ef út í það er farið. Vandamálið er að fullnæging
kvennanna er ekki jafn áþreifanleg, áhorfandinn hefur ekkert til vitnis um að
leikkonurnar séu ekki að gera sér upp læti. Þetta er hin sára staðreynd klámsins
og þeim mun sárari sem þetta er mjög raunsæ kvikmyndagrein sem stendur í
raun nær heimildamyndum en listrænum myndum.
Sagt hefur verið að klám snúist um tvennt; yfirráð og einmanaleika. Ef ekki
er hægt að ná valdi yfir nautn konunnar er kannski hægt að ná valdi yfir kvöl
hennar? En kvölin hörfar líka undan kvalaranum. Því þó að konan sé pyntuð
í „sjónrænu æði“ („frenzy of the visible“) sem sviðsetur og leikgerir valdið – þá
TMM_4_2009.indd 110 11/4/09 5:44:44 PM