Tímarit Máls og menningar - 01.11.2009, Blaðsíða 100
J e r a m y D o d d
100 TMM 2009 · 4
hlið hlöðunnar, héðan af sigldum við á hafi undir jarðveg-
inum, síðasta sjóræningjaskipi jarðvatnsins, við veinuðum
á bak við hina dauðu, fyrir ofan okkur hættu töframenn í
miðjum klíðum þar sem þú baðaðir þig í skyggingum rign-
ingar, hikandi, við heyrðum lágan dynk frá vindföllnu epli,
í fjarska bylgjaðist æðahnútur vasaljósa í skóginum, harm-
onikka dró sinn síðasta anda, í þessari teppu skógarins
erum við jafn fágætir og ljósmynd af yfirborði skýja, við
rísum á fætur til að fylgjast með nautgripum gera upp
landslagið milli hauga af hlöðuhræjum, myrkur reiðmaður
ríður yfir tunglbarinn akurinn og bollaleggur sullið úr
jórtruðu hjarta sínu, við hristum úr okkur hitann og hnipr-
um okkur nær hlöðueldinum, í dimmum bóndabænum
liggja flugur á bökkum gluggasyllna sem þyrstir í skordýr,
úti fyrir ráfa dádýr eins og flugur á glugga tjarnarinnar,
það verður engin sveit í nótt, miðarnir eru rifnir og það er
næg fjarlægð til að opna augu þín, við sungum þar til
skræklóurnar féllu fyrir eigin hendi, við plokkuðum burt
gimstein vitans, rifum gaukinn úr klukkunni, við leituðum
ráða hjá heilu gripahúsi af læknum, þeir sögðu okkur að
úlfur er úlfur er úlfur og hann mun taka okkur, áður en við
sofnuðum þá nótt barstu smyrsl á varir þínar og ég settist
við lítinn flygil, bændur flykktust inn, niðurdregnir líkt og
flugur dregnar niður af rigningu, en undir lok tryllts dúetts
okkar urðu þeir snögglega aftur breyskir.
Á nóttunni þóttumst við leika undir til að koma okkur út
úr þessu klandri, við sváfum ljúflega sem lömb, á tæpasta
vaði, við vöknuðum skurðarmegin við veg hvalanna, hafið
var tunglótt og strýkt á riffluðum botninum, við kveiktum
ljós til að lokka vegvillt skip, við sögðum það sem sjávarkuð-
ungarnir ávallt sögðu, leyfið okkur tveimur að vera Sutton
Hoo þessarar strandar og við komumst þá í gegnum háreysti
skelfiska, ég trúi á tónlist, trosnuð ermaop kjólfata, flugu-
veidda urriða sefsins, ég veit þú gerir það líka, förunautur
minn gárast við kippina í slegnum strengjum, Valkyrja
rambar í átt til okkar, breiðöxi í hönd, og á þeirri stundu
sem þú blakaðir frá mér gat ég séð fyrir mér þúsund orð sem
mig langaði til að segja svo þú myndir vera um kyrrt.
Þýðing: Emil Hjörvar Petersen
TMM_4_2009.indd 100 11/4/09 5:44:42 PM