Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2009, Blaðsíða 94

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2009, Blaðsíða 94
J ó h a n n Þ ó r s s o n 94 TMM 2009 · 4 Hann stendur upp og gengur að stólnum þar sem fötin hans eru. Dökkgráar buxur, fölgrá skyrta í daufu tunglsljósinu. „Æ, fyrirgefðu mér, ég vissi ekki hvað ég var að segja.“ „Nei, þetta er ekki það,“ svarar hann. „Ég hef sagt henni þetta með trúna.“ Hún horfir á hann klæða sig en segir ekki meira. Situr nakin í rúminu og horfir á hann fara. Næst þegar hún sér hann verður hann ef til vill ekki prestur lengur. Hún er viss um að hann verði ekki elskhugi hennar aftur. Þetta veit hún, en þó er þessi kveðjustund í engu frábrugðin hinum. Hann gengur niður götuna í björtu tunglsljósi. Á morgun segir hann þeim frá, segir upp. Framhaldið verður að ráðast. Hann er kominn heim eftir smástund, gengur inn og sest í stofuna. Hann ræður ekki við að leggjast hjá henni, taka um hana og strjúka, láta eins og allt sé eins og það á að vera. Ekki strax. Hann sest við kringlótt stofuborðið og kveikir á kerti. Ljósið af kert- inu rekur tunglið og gráa litinn út, gefur myrkrinu form og slær fölum lit á bókakili í hillum. Í skáp við borðið eru glös og vínflöskur. Hann teygir sig í eina flöskuna, messuvín sem hann fékk að gjöf frá Ítalíu. Flaskan er ómerkt og eflaust ómerkileg, líklega ekki nógu góð til að bjóða gestum kirkjunnar. Það myndast lágt soghljóð þegar hann nær tappanum loks úr flösk- unni. Kertið flöktir hressilega, það slokknar næstum á því en svo brenn- ur það bjartar en áður, tærar. Þórður fær það óljóst á tilfinninguna að það sé einhver í stofunni með honum, en sér engan. Hann hellir af flösk- unni í glas. Vínið virkar þykkt. Það rennur hægt úr flöskunni og dökk- ir taumar sitja eftir á hliðum glassins. Þórður þefar af víninu, honum finnst það eitthvað óvenjulegt. Það leggur af því saltan keim, aðlaðandi, eins og hafið að næturlagi. Það er dökkt, svo dökkt rauðvín man hann vart eftir að hafa séð. Hann færir glasið að vörunum. Þórður tekur eftir því að vínið rennur hægt niður eftir glasinu, eins og það sé að bjóða honum að hætta við. En um leið og vínið snertir varir hans rennur það á eðlilegum hraða, rann líklega aldrei hægt, hann er að veita þessari einföldu athöfn meiri athygli en áður, varna því að athyglin leiti annað. Vínið er rammt, en gott. Það er fyllandi. Fullnægjandi. Hann leggur glasið á borðið, við hlið kertastjakans. Kertið brennur skært og lýsir vel, og svo hratt að það má næstum sjá logann sökkva niður í kertið. Tíminn hefur læðst framhjá honum, því þegar hann klárar úr glasinu TMM_4_2009.indd 94 11/4/09 5:44:42 PM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.