Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2009, Blaðsíða 142

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2009, Blaðsíða 142
D ó m a r u m b æ k u r 142 TMM 2009 · 4 sýndarmennsku í víðasta skilningi, menn fóru í auknum mæli að búa til til- fyndnar eða beinlínis skemmtilegar uppákomur og steyptu þá saman leikhúsi, uppistandi, sjónvarpsstíl og rokki og róli, í því augnamiði að hafa ofan af fyrir sýningargestum í fimmtán mínútur eða svo. Í seinni tíð hefur starf myndlist- armannsins því þróast í átt til eins konar „viðburðahönnunar“, framleiðslu á skyndibitum fyrir listhús. Ungur maður sem kallar sig „Curver“ – einhverra hluta vegna hefur hann farið framhjá þeim Schoen og HBR – bjó nýlega til sýn- ingarviðburð í vita úti á landi, þar sem hann framleiddi lundapizzur í gríð og erg um nokkurra vikna skeið. Goðsögn verður til Ragnar Kjartansson hefur notið óvenju mikillar velgengni allt frá því hann útskrifaðist úr Listaháskólanum, enda er hann allt í senn geðþekkur, hæfi- leikaríkur og vel ættaður. Ólíklegustu aðilar hafa tekið hann upp á arma sér og greitt götu hans; 2005 lýsti breskur sýningarstjóri því yfir að hann væri með efnilegustu listamönnum sinnar kynslóðar í heiminum, en þau ummæli bárust um veröld víða eins og um véfrétt væri að ræða. Verulegt bakslag hefur ekki komið í stuttan feril Ragnars, nema hvað sýning á landslagsmyndum í Galleríi I8 leiddi í ljós að honum var fyrirmunað að mála slíkar myndir; raunar sló hann þá vopn úr höndum gagnrýnenda með því að segja að hann hafi alltaf ætlað að mála vondar/einlægar myndir. Uppákoma tengd áðurnefndum leifum af viðhafnarstúku Hitlers varð Ragnari heldur ekki til framdráttar, þar sem hann gafst upp á því að setja hana saman á sýningu eins og hann hafði áform- að að gera; aftur sneri hann á úrtölumenn með því að lýsa því yfir að uppgjöf sín væri í raun eins konar gjörningur. Svo mikill var meðbyr Ragnars að þetta fremur ógeðfellda daður hans við minjar tengdar Hitler virtist ekki vekja upp neinar efasemdir um dómgreind hans. Ekki hefur heldur verið talað opinber- lega um dómgreindarleysi í tengslum við kaup Listasafns Íslands á þessari við- hafnarstúku Hitlers, eins og Ragnar skildi við hana. Kaupverð verksins hefur ekki verið gefið upp. Nú láir enginn Ragnari þótt hann grípi þau tækifæri sem menn leggja honum upp í hendur, svo fremi sem hann fær að syngja, tralla og skemmta fólki. Og það verður ekki ráðið af ummælum hans, hvort sem er í dagblöðum eða bókinni frá Hatje Cantz, að honum gangi mikið annað til en að „leika lista- mann“. Hér er það sem spunameistarar Schoens koma við sögu og búa til goðsögn sem hæfir Feneyjafara. Í bókinni um Ragnar eru kallaðir til hvorki fleiri né færri en átta höfundar frá ýmsum löndum, og gaumgæfa þeir hinar ýmsu hliðar á listamanninum. Maður að nafni Adam Budak fjallar um „dag- drauminn og leikhúsið“ í verkum Ragnars og nefnir til sögunnar mannvits- brekkur á borð við Artaud, Wagner, Heine, Tómas af Akvínó, Bergson, Freder- ic Jameson, Deleuze, Guattari, Prampolini, Duchamp, Carrouges, Breton, Alan Badiou, Buster Keaton og Beckett. Annar höfundur, Caroline Corbetta, er meira á bókmenntalínunni og vitnar í Philip Roth, Ishiguro og Shelley, en TMM_4_2009.indd 142 11/4/09 5:44:47 PM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.