Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2009, Blaðsíða 14

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2009, Blaðsíða 14
G u ð n i E l í s s o n 14 TMM 2009 · 4 legu aðstæður sem skópu evrópskri borgarastétt auð hennar á síðari hluta nítjándu aldar, rétt eins og sá „jafnaðarandi“ sem Guðmundur lýsir (11–51) er að nokkru dreginn upp með því að vitna í hátíðarræður íslenskra fyrirmenna og lýsingar úr fornum bókum. Af hátíðarræðunum má ætla að Íslendingar séu ein stór fjölskylda (15), þar er enga menn- ingarsnauða lágstétt að finna (23) og við lifum í „mennskara þjóðfélagi en flestir aðrir“ (14). Jafnframt tekur Guðmundur undir þá rótgrónu skoðun að íslenskur jafnaðarandi spretti úr fornum gildum sem hafi fylgt þjóðinni frá þjóðveldisöld fram á vora daga (33–41). Vissulega hefur stéttaskipting á Íslandi aldrei verið eins rótgróin og t.a.m. í Bretlandi (16). Þó ber að fara varlega í það að greina hátíðarræð- ur sem blákaldan vitnisburð um lífið á Íslandi fram á síðasta áratug liðinnar aldar. Slík skoðun er fremur ein útgáfa af hinum opinbera sjálfsmyndarheimi Íslendinga en sögulegur sannleikur, og er fyrst og fremst forvitnileg sé hún greind í því samhengi. Við eigum fremur að velta því fyrir okkur hvað einkenni slíkar sögur og hvað hreki Íslend- inga til þess að taka þær upp aftur og aftur. Ennfremur má færa fyrir því rök að þær stéttleysislýsingar sem Guð- mundur gerir að umræðuefni séu af öðrum toga en norræn jafnaðar- stefna sem fyrst og fremst snýr að almennri velferð íbúanna. Á meðan skandínavíska módelið gerir ráð fyrir almennum jöfnuði virðist sú jafn- aðarhyggja sem Guðmundur lýsir fremur gera ráð fyrir eðlislægum jöfn- uði. Á Íslandi eru allir kóngar í einhverjum skilningi orðsins, eða geta orðið það.8 Guðmundur vitnar í Árna sögu biskups (34) þar sem segir frá því er kotungar taka sér konungsvald „at þeir hugðu at skipa lögum í landi, þeim sem konungr einn saman átti at ráða“, og finnur svipaða frásögn í Íslendingaspjalli Halldórs Laxness: Biskup einn ágætur sagði frá því svo ég heyrði hve mjög hann hefði rekið í roga- stans á Íslandi þegar hann settist við borð ásamt starfsbróður sínum íslenskum í veitíngahúsi uppí sveit, og inn kom ekill þeirra á eftir þeim, settist niður við borð biskupanna og fór að halda þeim uppá snakki sem þriðji kollega: íslendingur lifir án nokkurs sérstaks tilverknaðar í því samfélagi heilags anda þar sem allir eru biskupar. (42–43) Þessum sögum er ætlað að staðfesta sérstöðu Íslendinga í samfélagi þjóðanna. Þeir byggja enn heim sem hefur ekki fallið og eru því skiln- ingslausir á þau boð og bönn er stýra samskiptum manna í ríkjum sem þykja lengra komin.9 Halda má því fram að sögur af konungum sem halda á íslenskum mönnum undir skírn (34) og alþýðumönnum er ganga fyrir erlenda TMM_4_2009.indd 14 11/4/09 5:44:31 PM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.