Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2009, Blaðsíða 44

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2009, Blaðsíða 44
M a t t h í a s J o h a n n e s s e n 44 TMM 2009 · 4 yrði landið opnað upp á gátt og lögreglu- og tollayfirvöld gætu með engu móti varið aðsókn útlendinga, þ.á m. atvinnuleysingja, svo að ekki væri talað um fíkniefni. Mér skilst yfirvöld telji sig upplýsa um eitt prósent af fíkniefnasmyglinu í landinu. Það er svo mikið flutt í gámum sem enginn getur fylgzt með, enda eru margir þeirra á vegum fyrirtækja. Það mundi kosta hundruð milljóna eða milljarða, ef unnt ætti að vera að fylgjast með öllu smyglinu. Bandaríkjamenn eru víst löngu búnir að gefast upp. Haraldur sonur minn segir að lögregluyfirvöld erlendis sem hann tali við telji þessa varnarbaráttu okkar nánast vonlausa. En Halldór Ásgrímsson ber höfðinu við steininn, þetta er víst allt svo ágætt að hans mati og ef einhver talar um vá verður hann vitlaus og telur vegið sé að Schengen-stefnu stjórnvalda. Þetta er allt ótrúlegt. Kannski sitjum við hér uppi einn góðan veðurdag með Schengen-land sem við getum ekki varið fyrir erlendri ásókn og fíkniefnaspillingu. Sem sagt, ráðum ekkert við. Ég spurði Harald son minn um þetta. Hann er hugsi, en vill lítið segja. Held hann telji að varnarbaráttan verði okkur erfiðari en svo að við getum sinnt henni til fulls. Erlent fjármagn í sjávarútvegi og fíkniefnasmygl og útlendingainnrás í þetta litla land veldur mér áhyggjum. En við verðum að fylgjast með samtímanum. Verðum víst að brjóta odd af oflæti okkar og hanga ekki í gömlum forpokuðum tíma. Verðum víst að taka þátt í alþjóðamark- aðnum. En lifum við hann af? Við höfum að vísu sjálfir, Íslendingar, hönd í bagga með erlendri fjár- festingu í sjávarútvegi, þurfum ekki að stjórnast af Brussel, ef við göng- um ekki í Evrópusambandið. En hvað gerir löggjafarvaldið? Ætli unnt sé að treysta því fyrir æ nauðsynlegri árverkni. Ég efast um það af vondri reynslu. Og við erum fastir í Schengen-ævintýrinu. Kannski eflir þetta allt tengsl okkar við útlönd og sjálfsöryggi, en það er þó óvíst. Það er mikið í húfi, nú er nauðsynlegast af öllu að skessurnar missi ekki fjör- eggið. Við Davíð vorum sammála um að rónarnir hefðu komið óorði á brenni- vínið. Hann sagðist hafa minnt á það í ræðu ekki alls fyrir löngu; hann hafi talað um hvernig mammonsdýrkendur hefðu fært sér markaðinn í nyt. Hann sagðist vera óhress vegna þessarar þróunar. Ég sagði að þetta gæti orðið okkur til þroska. Hann spurði hvernig þá? TMM_4_2009.indd 44 11/5/09 10:12:59 AM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.