Tímarit Máls og menningar - 01.11.2009, Blaðsíða 23
S t a ð l e y s a n Í s l a n d o g m ý t a n u m o k k u r s j á l f
TMM 2009 · 4 23
Guðmundur Magnússon víkur sjálfur að þessari lýsingu Jóns Baldvins í bloggfærslu á Eyjunni,
þar sem hann segir: „Það var af ásetningi að ég vék ekki að þessum atriðum í bókinni. Mín
persóna er algjört aukaatriði, neðanmálsgrein, í því stóra samhengi sem bókin fjallar um. En
vissulega finnst mér ég líka þurfa að segja frá þessu tímabili sem Jón nefnir. Sjáum til hvenær
og hvernig það getur orðið. Sannleikurinn er sá að á níunda áratugnum lögðu menn ekki sama
skilning í hugmyndir frjálshyggjunnar og seinna varð. Í raun litum við margir á þeim tíma á
jafnaðarmanninn Jón Baldvin sem samherja okkar. Kannski man hann eftir því. Um merkingu
frjálshyggjunnar ritaði ég grein í tímaritið Frelsið árið 1988, “Frjálshyggjan og stjórnmálin”.
Við vorum þá allir frjálshyggjumenn sem vildum rífa Ísland úr höftum og klíkustjórnmálum.
Það “Nýja Ísland”, sem fyrir samspil margra þátta varð til á seinni hluta tíunda áratugarins
og í byrjun þessarar aldar, var sannarlega ekki draumalandið á þeim árum. Maður hafði ekki
ímyndunarafl til að sjá fyrir sér þann skaða sem ábyrgðarlaus auðhyggja gat valdið íslensku
þjóðfélagi.“ Sjá Guðmundur Magnússon: „Nýja Ísland í Lesbókinni“ á bloggsíðunni Skrafað við
skýin. Sjá: http://gm.eyjan.is/2008/11/29/nyja-island-i-lesbokinni/ [sótt 30. mars, 2009].
5 Sjá Tryggvi Emilsson: Fátækt fólk. Æviminningar. Fyrsta bindi. Reykjavík: Mál og menning,
1976.
6 Stefan Zweig: Veröld sem var. Þýð. Halldór J. Jónsson og Ingólfur Pálmason. Reykjavík: Bóka-
útgáfa Menningasjóðs, 1958. Hér eftir verður vísað til útgáfunnar með blaðsíðunúmeri aftan
við tilvitnun.
Guðmundur víkur endrum og eins að uppvaxtarárum sínum til þess að draga upp persónulega
mynd af lífinu í Reykjavík á árunum eftir stríð (sjá t.d. 16–18). Hans verk er þó ekki sjálfsævi-
sögulegt.
7 Guðmundur gerir íslenska efnahagshrunið í október 2008 að umræðuefni í formálanum að
verki sínu (7) en það er ekki efni bókarinnar, þar sem hann hafði lokið henni fyrir hrunið.
Gagnrýni hans á tíðarandann er fremur af siðferðilegum toga.
8 Ásgeir Jónsson, fyrrverandi forstöðumaður greiningardeildar Kaupþings, segir í bók sinni um
hrunið að íslenski draumurinn minni helst á hinn bandaríska og dregur oft fram hliðstæður
milli íslensks og bandarísks hugsunarháttar. Sjá: Why Iceland? New York, Chicago, London:
McGraw–Hill, 2009. Sjá t.d. bls. 9, 10 og 30.
9 Skýringuna á íslenskum jafnaðaranda, svo langt sem hann nær, er líklega fremur að finna í
smæð þjóðarinnar en sérstöku lundarfari Íslendinga. Hér hefur aldrei verið sá ,mannauður‘,
í hausum talinn, sem þarf til þess að byggja upp raunverulegt aðalsveldi. Einar Benediktsson
fangar þessa aðalshugmynd vel í ljóði sínu „Egill Skallagrímsson“ er hann segir: „þúsunda líf
þarf í eins manns auð, / eins og aldir þarf gimstein að byggja“. Hrannir [1913]. Ljóðasafn 2.
bindi. Hafnarfjörður: Skuggsjá 1979, bls. 96.
10 Ásgeir Jónsson vísar oftar en einu sinni til ummæla um hroka Íslendinga í bók sinni Why
Iceland? Sjá t.d. bls. 10, en í endurminningum sínum kallaði Henry Kissinger Íslendinga hroka-
fyllstu smáþjóð sem hann hefði kynnst.
11 Högni Óskarsson: „Freud í hvunndeginum: Bæling, maður og samfélag“. Ritið 2/2003 (3. árg.),
bls. 9–23, hér bls. 21 og 22. Hér eftir verður vísað til greinarinnar með blaðsíðunúmeri aftan
við tilvitnun.
12 Sjá: „Íslenskur hroki og færeyskt lán“ (28. október 2008) http://blog.eyjan.is/bryndisisfold/
2008/10/28/islenskur-hroki-og-faereyskt-lan/ og „Dýr hroki“ (4. september 2009) http://www.
dv.is/blogg/svarthofdi/2009/9/4/dyr-hroki/ [sótt 10. september 2009]. Ég ræði ýmsar myndir
íslensks oflátungsháttar í grein minni „Frægðin hefur ekkert breytt mér: Þjóðin, sagan og
Þjóðminjasafnið“, Ritið 2/2004 (4. árg.), bls. 137–165.
13 „Endurreisn Þjóðminjasafn Íslands“, Morgunblaðið, 1. september 2004. Ég ræði frekar orðið
„dimmuþögn“ í grein minni „Frægðin hefur ekkert breytt mér: Þjóðin, sagan og Þjóðminja-
safnið“, Ritið 2/2004, bls. 138–139.
14 Jón Ólafsson heimspekingur ræðir þessa hugmynd Viðskiptaráðs í fyrirlestri sínum „Laun-
hæðni, kaldhæðni og siðleysi“ sem fluttur var á málþingi EÞIKOS, Háskólanum í Reykjavík, 13.
TMM_4_2009.indd 23 11/4/09 5:44:35 PM