Tímarit Máls og menningar - 01.11.2009, Blaðsíða 121
D ó m a r u m b æ k u r
TMM 2009 · 4 121
sér að nýju? Þeim spurningum verður hver lesandi að svara fyrir sig. Í þessari
sögu er fjallað um mannlega harmleiki á áhrifamikinn hátt og varpað fram
mörgum stórum og áleitnum spurningum. Hún sver sig mjög í ætt við margar
fyrri bækur Ólafs í dramatískri framvindu sinni og siðferðilegum vangavelt-
um. Það verður forvitnilegt að sjá hvert framhaldið verður.
Björn Þór Vilhjálmsson
Heimsmynd í upplausn
Íslenska sakamálasagan, fjölmenningarsamfélagið
og Vetrarsól eftir Auði Jónsdóttur
Auður Jónsdóttir: Vetrarsól. Mál og menning, 2008.
Hugtakið „póstmódernismi“ felur í senn í sér sýn á samfélagsgerðina og við-
horf til fagurfræðilegra umbyltinga nýliðinna áratuga. Í höfuðriti sínu, Póst
móderníska ástandinu, gerir franski heimspekingurinn Jean-Francois Lyotard
hvort tveggja að umfjöllunarefni en lætur sig hið fyrrnefnda þó meiru varða.1
Áhugi Lyotards á samfélagsgerðinni leiðir til athyglisverðrar tengingar milli
hins póstmóderníska menningarstigs og þess sem í dag er jafnan kennt við
hnattvæðingu. Í ritum sínum dregur Lyotard fram mynd af hinni velstæðu
vestrænu sjálfsveru sem í krafti sögulegrar „rökvísi“ situr í stafni framþróunar
og velmegunar. Um er að ræða neysluknúið sjálf í neysluknúnu samfélagi;
sjálfsvera þessi stendur frammi fyrir óþrjótandi valkostum, veröldin hefur
skroppið saman en reynslu- og neysluheimurinn hefur að sama skapi marg-
faldast að umfangi. Á póstmódernískum tímum púsla upplýstir neytendur
saman sjálfsmynd sinni, skapa sér lífsumhverfi og kjósa sér verustað úr sam-
blandi hins alþjóðlega og hins þjóðlega; ráp milli menningarheima á sér stað
umhugsunarlaust. „Við“ lifum í sólskini fjölbreytileikans, „allt gengur“, eins og
sagt er. Landamærin sem mörkuðu lífheiminn hér áður fyrr skipta ekki lengur
jafn miklu máli, yfir þau er flogið á hljóðhraða og þverþjóðleg samvinna hefur
í mörgum tilvikum gert þau ósýnileg.
Gott og vel. En að baki þessum heimi er annar veruleiki sem Lyotard veitir
ekki síður athygli og kennir við raunsæi peninganna, raunsæið sem „skapar
öllum hneigðum farveg líkt og kapítalisminn veitir öllum þrám framrás“.2
Þarna bendir Lyotard á fylgifisk hins margklofna athafna- og tilvistarfrelsis
samtímans, þá staðreynd að hinn upphafni póstmóderníski veruleiki, eins og
hann birtist okkur í verslunarmiðstöð forréttindanna, er afar þröngt skil-
greindur og ennfremur byggður á tilteknum heimspólitískum kringumstæð-
TMM_4_2009.indd 121 11/4/09 5:44:45 PM