Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2009, Blaðsíða 114

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2009, Blaðsíða 114
D ó m a r u m b æ k u r 114 TMM 2009 · 4 venjulegur maður, að nálgast fimmtugt. Fyrri hluti sögunnar snýst að miklu leyti um hann sjálfan og daglegt líf hans. Hann nýtur ekki sérlegrar velgengni í starfi, enda hugmyndir hans um lífrænt samband húss og manns ekki bein- línis samkvæmt nýjustu tísku. Hann er „fremur fáskiptinn og viðkunnanlegur maður“, og draumar hans snúast um kyrrlátt fjölskyldulíf og garð með Kötu sinni í einhverju útópísku Stuðlaseli. Fyrstu samfunda þeirra minnist hann þannig: Ég man hvað himinninn var blár, trén í görðunum há og stolt, starrarnir hnarreistir sem stóðu heiðursvörð á grindverkunum, bílarnir á lóðunum latir og góðviljaðir (30). Hann virðist eiga sér sterkar rætur í sveitinni, þ.e. fæðingarsveit móður sinnar, þó að hann sé sjálfur fæddur og uppalinn á mölinni: Inni í mér … Titrandi fífa, gutl í læk, grasbalinn sléttur, brakandi ilmur sólar í blóðbergi og lyngi, húsið góða og mamma. Og trén sem við mamma og Skáldís amma gróðursettum þegar ég var lítill og eru systkini mín sem uxu með mér og dóu sum eins og sumt í mér, og lifðu sum (12—13). Faðir hans á að baki langt líf sem múrari og blásari í dægurlagahljómsveit þar sem móðir hans var söngkona. Hún er löngu dáin og þeir feðgarnir hafa „allt- af hugsað hvor um annan“ (28). Í upphafsköflunum segir hann frá samskiptum þeirra, vinum sínum, sínum umliðnu ástum og frá Kötu og lífi hennar áður en fundum þeirra bar saman. „Klukkan var orðin margt“ þegar þau kynntust, en samband þeirra virðist einlægt og djúpt. Af einhverjum ástæðum er sögumað- ur samt mjög óöruggur vegna fjarveru hennar, og undir lokin er hann við það að bugast þegar „gamla magnleysið“ hvolfist yfir hann. Ef til vill óttast hann að öllu sé lokið. Hlutirnir gerast án þess maður veiti þeim eftirtekt: „sjálfa hina afmörkuðu stund“ greinir maður ekki: Flóð fylgir fjöru, dagar dofna, mánuðir líða og ár. Við sitjum svo í hvunndagsrökkri á miðvikudagslegu kvöldi með súpuskeið á lofti á leið í munninn og það rennur upp fyrir okkur að allt er fjarverandi. Það gerðist allt í einu einhvern tímann að maður missti af mannlegri snertingu. Sambandið rofnaði. Maður hætti að tengjast. Og fólk hverfur inn í þann gráa flaum sem er allir hinir (57). Lýsing liðinna atburða í miðri hinni daglegu önn eru hluti af „rausinu“ þegar sögumaður á erfitt með að einbeita sér að efninu og skipa því rétt niður. Líka umhverfið þegar hann er í gönguferð með hundinn: húmið og hljóðlát hamingja kvöldmatartímans þegar venjulega fólkið situr saman og skiptist á matarílátum, saltstaukum og setningum – og augnatillitum. /…/ Hús TMM_4_2009.indd 114 11/4/09 5:44:44 PM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.