Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2009, Blaðsíða 29

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2009, Blaðsíða 29
Ú r d a g b ó k u m M a t t h í a s a r 19 9 9 – 2 0 0 0 TMM 2009 · 4 29 daga, kannski milljarða. Fyrst þeir vilja láta lemja sig fyrir þessa peninga er mér sama. Af hverju er mér sama? Ætli það sé ekki hið dýrslega eðli í sjálfum mér? Þetta eðli sem er vaxið úr jörðinni, vaxið úr blóðinu, en hefur ekki náð til himins? Maður virðir fyrir sér fólkið sem er viðstatt, þar eru margar fallegar konur og boxararnir taka sig vel út, ekki sízt fyrir þessar konur. Þeir eru sannarlega ekki að boxa fyrir mig sem sit heima í stofu og horfi á sjónvarpið; horfi á Ómar og Bubba flippa út! Nei, þeir eru að boxa fyrir peningana sína og ungpíurnar þarna allt í kringum þá. Þetta eðli er einfaldlega partur af náttúrunni. Grunneðlið er hið sama og tarfanna á Eyjabökkum. Þeir faðmast að vísu ekki eftir sinn bardaga og þeir fá að vísu ekki einhverja milljónatugi að honum loknum, en þeir fá kúna, kannski kýrnar! Það er allavega eftir miklu að slægjast. Og tarfurinn í sjálfum mér vakir til morguns(!) Og ég horfi á hnefa- leikana, en hata hnefaréttinn. … 20. september 1999, mánudagur Samtal við Harald Sveinsson í sjónvarpinu, m.a. um Morgunblaðið. Ágætt svo langt sem það náði. En sjónvarpssamtöl eru aldrei annað en gárur á vatni. Einkennilegt að upplifa ýmislegt sem hann sagði, þegar maður hefur lifað það sjálfur og þekkir til hlítar. Það er eins og taka tappa úr sódavatnsflösku, fá sér einn sopa og láta hana svo standa … 3. nóvember 1999 … Þessi lággróður er allt að kæfa. Það er ekki hægt að þverfóta fyrir honum. Og hann nærist á þessari svokölluðu markaðshyggju. Við boð- uðum hana ekki á sínum tíma í því skyni að hún væri forsenda þess að illgresið, eða arfinn, eða lággróðurinn tæki öll völd á Íslandi. Við boð- uðum hana á sínum tíma vegna þess að við trúðum því að borgaralegt þjóðfélag væri góður og hollur jarðvegur fyrir djúpar og sterkar rætur og í þessum jarðvegi gætu mikil tré og fögur nærzt, helzt að askur Yggdra- sils gæti borið arfleifð okkar, samtíð og framtíð, fagurt vitni. En mér er það nú til efs. Það er ekki hugsað um nein verðmæti, ekki í alvöru. Pen- ingarnir ráða öllu og við erum ofurseld peningjahyggjunni. Ég hef alltaf haldið að peningum, viðskiptum eða kaupmennsku, fylgdi mikil menn- ing, það hefur a.m.k. mikil menning fylgt borgaralegu þjóðfélagi, bæði í Lübeck á sínum tíma og Björgvin, svo að dæmi séu nefnd. En það hefur eitthvað farið forgörðum. Ég geri mér ekki alveg grein fyrir því hvað það er, en helzt staldra ég við sjónvarpið, þokkatímarit og popp, kannski vegna þess þetta var ekki til, þegar borgaraleg menning stóð í hvað TMM_4_2009.indd 29 11/5/09 10:12:58 AM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.