Tímarit Máls og menningar - 01.11.2009, Blaðsíða 40
M a t t h í a s J o h a n n e s s e n
40 TMM 2009 · 4
ÞÚ ERT MINNING
Hugur minn er vatn, þú vitjar mín
sem vindur strjúki spegil tímans burt
af ásýnd vatns, það safnar enn til sín
þeirri sól sem deyr við aðra hverja jurt,
ég sakna þín, minn söknuður er eins
og sóley tregi júníbirtur þínar
en hugsun mín hún nýtur aldrei neins
en norpir eins og blóm við rætur sínar,
því sit ég nú við ána, ilmur ber
þitt ótvíræða bros að hvönn og steinum,
og þó að haustið sæki senn að mér
er sól við jörð og hún er ást í meinum,
samt uni’eg því að áin renni burt
með ilm af sumri þegar dauðinn tefur
við huga minn, mín ósköp, allt er kjurt
og jafnvel vatnið niðar hljótt og sefur.
En þessi minning mildar það sem var,
hún mildar skugga hausts í fylgd með þér
því hún er eins og ljós við lítið skar
og lýsir þessa nótt í huga mér.
Styrmir sagði mér í morgun að hann hefði átt athyglisvert samtal við
Davíð Oddsson í gær. Það hefði verið óvenjulegt hljóð í honum. Hann
teldi sig einan og yfirgefinn, einangraðan, og hann réði ekki einu sinni
við þingflokkinn sem skildi hann ekki; t.a.m. ekki baráttu hans við
Kaupþing og hina nýríku kapitalista í ORCA-hópnum. Engum dytti í
hug að veita honum lið í þessari baráttu, ekki einu sinni Geir H. Haarde
varaformanni Sjálfstæðisflokksins. Mér skildist það hvarfli að Davíð að
fara ekki gegnum næstu kosningar, hann sé að þreytast og búinn að fá
nóg. Geir H. Haarde sagði okkur um daginn að Halldór Ásgrímsson
væri afbrýðissamur útí Davíð. Það má því búast við öllu. …
18. ágúst 2000, föstudagur
Fór með Matthíasi H., nafna mínum, á frumsýninguna á Baldri. Það var
ágætt, en áhrifameira þegar Sinfóníuhljómsveit æskunnar undir stjórn
Zukofskís frumflutti verkið á sínum tíma. Þá var enginn dans eða ball-
TMM_4_2009.indd 40 11/5/09 10:12:59 AM