Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2009, Page 40

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2009, Page 40
M a t t h í a s J o h a n n e s s e n 40 TMM 2009 · 4 ÞÚ ERT MINNING Hugur minn er vatn, þú vitjar mín sem vindur strjúki spegil tímans burt af ásýnd vatns, það safnar enn til sín þeirri sól sem deyr við aðra hverja jurt, ég sakna þín, minn söknuður er eins og sóley tregi júníbirtur þínar en hugsun mín hún nýtur aldrei neins en norpir eins og blóm við rætur sínar, því sit ég nú við ána, ilmur ber þitt ótvíræða bros að hvönn og steinum, og þó að haustið sæki senn að mér er sól við jörð og hún er ást í meinum, samt uni’eg því að áin renni burt með ilm af sumri þegar dauðinn tefur við huga minn, mín ósköp, allt er kjurt og jafnvel vatnið niðar hljótt og sefur. En þessi minning mildar það sem var, hún mildar skugga hausts í fylgd með þér því hún er eins og ljós við lítið skar og lýsir þessa nótt í huga mér. Styrmir sagði mér í morgun að hann hefði átt athyglisvert samtal við Davíð Oddsson í gær. Það hefði verið óvenjulegt hljóð í honum. Hann teldi sig einan og yfirgefinn, einangraðan, og hann réði ekki einu sinni við þingflokkinn sem skildi hann ekki; t.a.m. ekki baráttu hans við Kaupþing og hina nýríku kapitalista í ORCA-hópnum. Engum dytti í hug að veita honum lið í þessari baráttu, ekki einu sinni Geir H. Haarde varaformanni Sjálfstæðisflokksins. Mér skildist það hvarfli að Davíð að fara ekki gegnum næstu kosningar, hann sé að þreytast og búinn að fá nóg. Geir H. Haarde sagði okkur um daginn að Halldór Ásgrímsson væri afbrýðissamur útí Davíð. Það má því búast við öllu. … 18. ágúst 2000, föstudagur Fór með Matthíasi H., nafna mínum, á frumsýninguna á Baldri. Það var ágætt, en áhrifameira þegar Sinfóníuhljómsveit æskunnar undir stjórn Zukofskís frumflutti verkið á sínum tíma. Þá var enginn dans eða ball- TMM_4_2009.indd 40 11/5/09 10:12:59 AM
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.