Tímarit Máls og menningar - 01.11.2009, Blaðsíða 73
Á t t r æ ð u r Ti n n i á f e r ð o g f l u g i
TMM 2009 · 4 73
eins og áður segir, ýkt sem slík á sama hátt og karlarnir, flæðandi kven-
leiki, frábærlega laus við að vera jarðbundin og hinn fullkomni félagi
Kolbeins kafteins, enda óttast hann ekkert meira en hana. Á þennan
einfalda hátt, með persónum sem við fyrstu sýn virðast einlitar og flatar
nær Hergé að kalla fram flókið samspil persóna sem kristallast allt í
hinum ævintýralegu söguþráðum, en kemur kannski best fram í Vand
ræðum ungfrú Vaílu Veinólínó (1961, 1963), en MacCarthy bendir á að
sú bók „innihaldi alla formræna lykla bókmenntanna, öll faglegu leynd-
armálin – og þetta birtir bókin í hvarfpunkti sögufléttu, þarsem
nákvæmlega ekkert gerist.“7
Vandræði Vaílu er einmitt fræg fyrir þetta: eftir fjölda ævintýra sem
eru uppfull af dularfullum atburðum, dramatískum ránum á veldis-
sprotum, ferðum til Kongó, Kína og tunglsins, sjóræningjahasar, eitur-
lyfjasmygli, fundum við Jeta og Inka, auk yfirvofandi heimsendis, þá er
sagan í Vandræðunum í raun allsengin saga. Bókin hefst á því að skeyti
berst frá söngkonunni sem tilkynnir komu sína til Mylluseturs. Kol-
beinn ætlar að flýja en dettur í brotnu tröppunni og slasar sig. Söng-
konan mætir með gimsteinaskrínið sitt, undirleikara og búningadömu
og lýsir yfir algeru fjölmiðlabanni. Vandráður er sem fyrr heyrnarlaus
og endalaus uppspretta misskilnings, hann hefur ræktað nýja rós sem
hann nefnir eftir Vaílu. Dularfullir menn eru á ferli um landareignina,
auk þess sem Kolbeinn leyfir sígaunum að dvelja þar tímabundið. Hergé
byggir upp heilmikla spilaborg í kringum atburði sem aldrei gerast,
demöntum dívunnar er aldrei stolið, hvorki af sígaunum, fjárhættu-
spilasjúkum undirleikara né svartklæddri búningadömu, sagan af
ástum þeirra Kolbeins er byggð á misskilningi, litasjónvarp Vandráðs
virkar ekki (myndirnar í því líkjast mjög pop-listaverkum) og það er
aldrei gert við stigaþrepið. Undir þessum linnulausa ruglingi er svo
stöðug hljóðrás, æfingar undirleikarans, dynkir þegar einhver dettur
um brotna þrepið í stiganum, söngur Vaílu og óp hennar þegar hún telur
gimsteinana horfna, gargið í páfagaukinum sem hún færir kafteininum,
blótsyrði Kolbeins og hljóð í uglu á háaloftinu.8 Lesandanum eru stöð-
ugt gefnar ýmiskonar vísbendingar sem allar reynast svo misvísandi og
þannig brýtur Hergé markvisst niður þann þétta strúktúr röklegra
rannsókna sem einkennir margar fyrri bókanna og hleypir öllu í upp-
nám.9
TMM_4_2009.indd 73 11/4/09 5:44:40 PM