Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2009, Blaðsíða 118

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2009, Blaðsíða 118
D ó m a r u m b æ k u r 118 TMM 2009 · 4 tónleikar hljómsveitarinnar Led Zeppelin hér á landi á þeim tíma og fleiri við- burðir úr heimi rokktónlistarinnar. Þegar bókin er lesin kemur þó í ljós að efni hennar er mjög fjarri þeim anda friðar og ástar sem jafnan er tengt þessu tímabili. Á það hefur reyndar verið bent að hippahreyfingin hafi ekki verið jafn saklaus og oft er haldið fram og þá bent á ýmsa viðurstyggilega glæpi sem framdir voru í tengslum við hana. Líkt og Bítlalagið „Helter Skelter“ er sagt hafa verið kveikjan að grimmilegum morðum Charles Mansons í Kaliforníu á þeim tíma mynda heimsókn og tón- leikar hljómsveitarinnar Led Zeppelin hingað til lands baksviðið að þeirri skelfilegu ofbeldisárás sem lýst er í þessari sögu. Í báðum tilfellum er ráðist á þungaða konu – klíka Mansons myrti leikkonuna Sharon Tate, þáverandi eig- inkonu kvikmyndaleikstjórans Romans Polanski, sem var barnshafandi, en í bók Ólafs ræðst unglingsstúlka, sem skömmu áður hafði verið nauðgað hrotta- lega, á barnshafandi stúlku sem hún þekkir ekki neitt svo hún deyr í kjölfar- ið. Þetta er ekki eina ofbeldisverkið í bókinni, en það er athyglisvert að hvorki fyrrnefndri nauðgun né morði sem er framið í lok bókarinnar er lýst fyrir les- andanum, en þessari árás er aftur á móti ítarlega lýst. Þetta er óskiljanlegur verknaður. Hinn alvitri sögumaður varpar aðeins litlu ljósi á hann þegar hann gerist en öll sagan hnitast í raun um hann. Hér er horft inn í myrkur manns- sálarinnar og viðfangsefnið leiðir hugann að nóvellu sem Ólafur Gunnarsson sendi frá sér snemma á ferli sínum, árið 1984, og ber heitið Gaga. Sú bók fjallar um mann sem hafði lesið yfir sig af vísindaskáldsögum og telur sig einn morg- uninn hafa vaknað á plánetunni Mars sem Marsbúar hafa útbúið sem nákvæma eftirlíkingu af átthögum hans. Þannig verður allur veruleikinn að ósvífinni blekkingu geimveranna og allar manneskjur að Marsbúum í dulargervi. Til að svipta af þeirri blekkingu ákveður hann að drepa einn þeirra og það er álíka tilgangslaus og hrottalegur verknaður og sá sem lýst er í þessari nýju sögu. Strax í sögunni Gaga var Ólafur farinn að velta fyrir sér undirrót ofbeldisins. Valdi, söguhetja þeirrar bókar, er maður sem þráir að komast út fyrir sín tak- mörk, afneitar hinum mennska heimi í því skyni og er tilbúinn til að drepa til að sanna að hann hafi á réttu að standa. Bæði hann og söguhetjan í Ljóstolli, sem Ólafur hafði sent frá sér nokkru áður, voru í raun öfgakennd afsprengi afþreyingarsagna sem dugðu þeim illa þegar reynt var að heimfæra þær upp á lífið sjálft líkt og riddarasögurnar Don Kíkóta forðum. Í þessari nýju skáldsögu liggja rætur ofbeldisins þó ekki aðeins í vímuefna- neyslu og veruleikafirringu hippamenningarinnar, heldur er hér teflt saman andstæðum sjónarmiðum úr fornum trúarbrögðum og menningu, hefndinni og fyrirgefningunni, hinu forna lögmáli Gamla testamentisins, auga fyrir auga og tönn fyrir tönn, og boðorði Krists um að rísa ekki gegn þeim sem gera manni mein, að bjóða hina kinnina sé maður sleginn. Í sögunni er sýnt hvern- ig þessi sjónarmið vegast á í persónunum sjálfum og jafnframt hvernig veik- leikar og brestir þeirra geta af sér heift og ofbeldi sem aftur valda sárum sem leiða til frekari ógæfu. Þannig bætast sífellt nýjar hörmungar á þær sem fyrir TMM_4_2009.indd 118 11/4/09 5:44:44 PM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.