Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2009, Blaðsíða 47

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2009, Blaðsíða 47
Ú r d a g b ó k u m M a t t h í a s a r 19 9 9 – 2 0 0 0 TMM 2009 · 4 47 V „Þetta er að verða harla spennandi…“ 28. október 2000, laugardagur Kvöldið … Allt venjulegt fólk er óvenjulegt. Það hættir að vera venjulegt þegar það er komið í samfélag við þjóðina, eða mergðina. Þá breytist það í þjóð eða samtíð, breytist í mergð. En hvað er fólkið, eða öllu heldur fólkið í landinu? Það eru einstaklingar sem breytast í hóp. Þessi hópur hefur til- hneigingu til samhugsunar, en ekki einstaklingshugsunar og þá er hætt við sérkennin hverfi og verði samkenni. Einkenni fólks eru sérstæð, þau eru skemmtileg, en samkennin eru heldur hvimleið. Þau hafa tilhneig- ingu til að leiða til hópskoðana, þ.e. þau eru forsenda tízku og merkja svokallaðan samtíma. Þessi einkenni byggjast yfirleitt á liðamótalausri hugsun og lítilli frjósemi. Helzt verða allir að vera eins. Fjölbreytnin hverfur og nú er raunar svo komið að „karektérarnir“ í miðbænum í gamla daga eru horfnir af götunum og einsfólk tekið við þjóðfélaginu. Þessi einsmenning er ekki háleit, hún er miklu fremur lágkúruleg. Hún kallar ekki á frumleika; kallar ekki á það sem einkennir kristindóminn öðru fremur, þ.e. að guð muni sjá um velferð hvers og eins; ekki hópsins, heldur einstaklingsins. Af þeim sökum getum við orðið sáluhólpin. Það er einn skemmtilegasti þátturinn í kristinni trú að einstakling- urinn fær að njóta sín andspænis fyrirheitinu. Hann deyr ekki sem hópsál. Hann deyr sem einstaklingur. Hann deyr einn. Og hvað sem allri hópsál líður þá getur enginn dáið fyrir annan. Við verðum a.m.k. að deyja sjálf. Og það er hverjum manni ærin raun. Samt segir Manfred Byrons þar sem hann er að príla í Alpafjöllum: Það er þá ei svo erfið þraut að deyja! (M. Joch.) Ég var að lesa athugasemd eftir Sigurð Þór Guðjónsson um minningar- greinar. Hann gagnrýnir þær eins og aðrir, en telur að þeim hafi ekkert farið aftur; þvert á móti. Hann telur að minningargreinar séu skrifaðar inn í staðlað form og raunar staðlaða hugsun; staðlað viðhorf. Það má vel vera, ég veit það ekki. En hitt er ljóst, hann misskilur eðli minningar- greina. Þær eru ekki endilega skrifaðar í því skyni að lýsa eiginleikum hins látna. Þær gera í raun engar kröfur til þess að vera mannlýsingar. Minningargreinar eru sprottnar af allt öðrum ástæðum. Þær eru sprottnar af löngun fólks til að sýna öðrum ást eða kærleika; eða ein- faldlega virðingu þótt ekki sé annað. Þær eru sprottnar af mennskri TMM_4_2009.indd 47 11/5/09 10:12:59 AM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.