Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2009, Blaðsíða 131

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2009, Blaðsíða 131
D ó m a r u m b æ k u r TMM 2009 · 4 131 Þær geta horft á lygarnar flögra allt um kring, suðandi moskítóflugur í næturhúmi, augað greinir eina af þúsund eins og njósnara sem afhjúpar sig svo hinir megi þrífast. Suðið ærir hlustirnar. Taugarnar þenjast við að fálma út í rökkrið. Grunurinn ágerist að ein hafi náð að stinga. Að glæpur hafi verið framinn. Mögulega glæpir. Hvers er að benda? (255) Minningarnar sem vitnað er til eru burðarstólpi sögunnar, en sú allsherjarupp- lausn sem þarna gerir vart við sig um skilgreiningu og eðli hins glæpsamlega getur talist lýsandi fyrir bókina. Sama á við um þann áberandi stað sem áhyggjum af peningum og hinu hversdagslega striti er fenginn í þessum loka- orðum. „Glæpurinn“ – hver svo sem hann er – er skýrlega ekki slitinn úr sam- hengi við hið daglega líf, eins og snarkið í pönnunni sýnir, og að sama skapi er spurt hver eigi skilgreiningarréttinn á góðu og illu en hann liggur vitanlega glæpafléttum til grundvallar. Allt er þetta birtingarmynd þess hvernig róttæk- ur sjálfsögulegur viðsnúningur einkennir nálgun Auðar að sakamálasagna- forminu. 5. Í upphafskafla bókarinnar rekur Sunna augun í tilkynningu í blaðinu þar sem auglýst er eftir ungri konu sem horfið hefur sporlaust. Hér er um að ræða gamla vinkonu Sunnu, Arndísi, en þær höfðu kynnst á námsárum sínum í Barcelona áratug fyrr, en borgin, líkt og tilvitnunin hér að ofan gefur til kynna, skiptir umtalsverðu máli í framvindu sögunnar. Vinskapurinn var náinn því þær leigðu saman íbúð. Ólíkari gátu tvær vinkonur þó ekki verið. Arndís var sjálfsörugg og heillandi, sjarmeraði heiminn og vafði um fingur sér, en Sunna var eins og sól á bakvið ský, dauf og hálfósýnileg í samanburði (eins konar vetr- arsól, jafnvel, af henni stafar ekki mikill „hiti“). Arndís var lífsreynd, hún hafði þegar kortlagt veröld sína, Sunna var saklaus og samskipti hennar við umhverf- ið fálmkennd. Það þarf því ekki að koma á óvart að vináttan sem þarna varð til reyndist ekki grundvallast á jafnrétti eða gagnkvæmri virðingu, heldur var sem Sunna yrði eins konar lærisveinn Arndísar, viðfang menningarlegs upp- eldis, litlausa viðhengið sem dró fram fjölbreytni og litadýrð foringjans. Reyndar mætti túlka sambandið á jákvæðari máta – Arndís er gædd gríðarleg- um lífskrafti og enginn vafi leikur á því að „sýn“ hennar á umhverfið er langt- um frjórri en heimsmynd Sunnu – en aðferð söguhöfundar miðar við að draga hægt og rólega fram ákveðin vafasöm einkenni svo niðurstaða um eðli sam- bandsins verður aðeins til í þrepum í framvindu sögunnar. Framan af er sam- verustundum Sunnu og Arndísar í Barcelona lýst í nostalgískum ljóma, en slík endurlit brjóta upp nútíð sögunnar á sama tíma og þau endurspegla huglæga þætti í fari Sunnu; mitt í þrengingum núsins leitar hugur hennar aftur í tím- ann, en því samhliða er fortíðin rannsökuð og endurskoðuð. Fréttin af hvarfi Arndísar leggst skiljanlega illa í Sunnu, hún verður áhyggjufull. Það er þó e.t.v. TMM_4_2009.indd 131 11/4/09 5:44:46 PM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.