Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2009, Blaðsíða 111

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2009, Blaðsíða 111
D ó m a r u m b æ k u r TMM 2009 · 4 111 getur kvalarinn samt ekki treyst því að kvölin sé sönn og hún verður því fyrst og fremst vitnisburður um vald hans, segir Linda Williams í bókinni Hard core (bls. 203). Hún er að tala um klámmyndir þar sem allir aðilar leiksins hafa undirritað ráðningarsamning um að gera það sem þeir eru beðnir um. Og það er sem sagt ekki nógu gott fyrir þá sem vilja alvöru raunsæi. Gjörningur? Nú er kynnt til sögunnar athyglisverð persóna, fagurfræðilegur hryðjuverka- maður, Joseph Novak að nafni, forsprakki hópsins „Eyðileggingarinnar“ sem samanstendur af listamönnum frá lýðveldum fyrrum Júgóslavíu. Hann hefur slegið í gegn fyrir ofbjóðanlega „and-húmaníska“ list þar sem skelfilegir gjörn- ingar eru látnir sýna áhorfendum helvíti á jörð. Novak er það hins vegar ekki nóg að vera höfuðpaurinn í þessu helvíti. Eftir að sýningu lýkur kemur venju- lega túlkun áhorfenda og gagnrýnenda en Novak vill ekki að verkinu ljúki og hann vill ekki missa valdið yfir því. Listaverk hans sem Hannes Sigurðsson kaupir fyrir Listasafnið á Akureyri heitir „íþróttataska með lifandi eða dauð- um hundi“ og enginn skilur verkið fyrr en Lúkasarmálið kemur upp. Merk- ingin kemur þannig á eftir verkinu og listamaðurinn getur búið til atburðarás eða keðju sem aldrei endar ef hann vill. Þetta er ástríðubúskapur hinnar afbrigðilegu kynnautnar sem hverfist um valdabaráttu sem aldrei lýkur. Öfugt við það sem gengur í venjulegu klámi beinist þrá kvalalostans að spennunni en ekki útrásinni því að í henni missir kvalarinn yfirráðin sem eru það eina sem skiptir hann máli. Yfirráðin yfir hverju? Oftast er það kona eða hið mjúka og kvenlega sem er pyntað því að kvalalostinn er tengdur hinum refsandi föður, valdinu og yfirsjálfinu. Um hið nýja listaverk sitt „Konur“ segir Novak að það verði hvorki vinsælt né fallegt. „Það verður hins vegar sigur listarinnar yfir viðtökunum, og lífinu.“ (164) Þetta er ótrúlega stórmennskubrjálað verkefni en listamaðurinn réttlætir það í raun með öðru enn viðameira verkefni sem er stríðið milli kynjanna. Karlar sem hata konur Novak segir við blaðamanninn að listaverkið „Konur“ verði kannski aldrei sýnt og hann segist ekki vita hvenær því ljúki og „kannski mun enginn hafa kynni af því, nema af afspurn – úr hverjum þeim réttarsal sem tekur það til sýn- inga!“(168) Þrátt fyrir þessar dularfullu yfirlýsingar getur Novak þó ekki stillt sig um að sýna blaðamanninum verkið í tölvunni og þar blasir við mynd af „þremur styttum umhverfis borð, en í smærri römmum á skjánum eru konur sem virðast raða í sig töflum, og ein sem gengur um gólf og reykir.“ (168) Þessa sömu mynd sér Eva þegar hún stígur gegnum vegginn milli íbúðanna á efstu hæðinni í lokakafla bókarinnar og sest við borðið þar sem fyrir sitja Marie og Grace, dánu konurnar tvær sem voru forverar hennar í íbúðinni. Hún er síð- asta konan af þeim þremur sem Novak hefur drepið með og í „list“ sinni eða TMM_4_2009.indd 111 11/4/09 5:44:44 PM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.