Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2009, Blaðsíða 87

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2009, Blaðsíða 87
U m h u g h v ö r f á h ö f u n d a r f e r l i TMM 2009 · 4 87 sem fyrst – og meira til. Fjárhagsástand mitt er nú þannig að það hefur sennilega aldrei verra verið. Og jafnvel þótt ég fengi eitthvert verkefni eins og skot, myndi ég helzt þurfa að fá greiðsluna fyrirfram. Nú er jafnvel svo illa komið, að ég hef samasem ekkert að gera og á ekki von á neinu. Við skulum í bili sleppa því að heilsa mín er tekin að bila og starfsþrek mitt um leið (ég vík að því síðar); nóg væri það slæmt út af fyrir sig, að sjá ekki fram á neina útkomuleið aðra en þá – að slá peninga út úr mönnum, sem maður á ekkert hjá. Ég hef ekki minnstu hugmynd um, hver raunveruleg afstaða þín er til mín, hvort heldur sem rithöfundar eða manns. Ég veit ekki hvort afskiptaleysi þitt og ? stafar af því, að þú hefur í svo mörgu öðru merkilegra að snúast en sinna mér, ellegar af beinni andúð, litlu áliti á mér, kæruleysi, áhugaleysi eða svo afskaplegri vangetu, að þú teljir þig ekkert geta fyrir mig gert – jafnvel ekki komið til fundar við mig, þegar þú sjálfur hefur boðað mig. Menn afsaka sig oft með gleymsku, ekki sízt menn sem hafa mörgu að sinna. En það er einmitt mjög intressant fyr- irbæri hverju menn „gleyma“. – Mér þykir leiðinlegt að þurfa að víkja að þessu, en ég geri það til þess þú vitir enn betur, hvílík ráðgáta þú ert mér. Með hliðsjón af þessu hef ég ekki minnstu hugmynd um, hvað þú ætlast fyrir með mig – hvort það er yfirleitt nokkuð –, eða hvers þú býzt við af mér. Mér þykir sennilegt, að þú teljir mig a.m.k. hæfan til að lesa prófarkir. En ég veit ekki, eins og stendur, hvort þú kærir þig einu sinni um þau viðskipti. – Sömuleiðis geri ég ráð fyrir, að þú teljir mig geta þýtt úr öðrum málum og á sæmilega íslenzku; en ég hef ekki í háa herrans tíð orðið þess var, að þér dytti í hug slík aukageta mér til handa; og erum við þó enn ekki komnir að því sem beinlínis að mér snýr sem skapandi höfundi. En nú er að víkja örlítið að þeirri hlið málsins. Fyrir um það bil ári hafðirðu við orð, að þú vildir mjög gjarnan gefa út næstu skáldsögu mína („Blessaður þú lætur mig fá næstu skáldsögu!“ eins og þú komst að orði um leið og þú hleyptir mér út úr jeppanum.) Ég svaraði víst mjög fáu, sem von var, því mér kom þetta nokkuð á óvart. Í fyrsta lagi hafði ég sjálfur ekki hugmynd um, hver eða hvernig sú skáldsaga kynni að verða; í öðru lagi fannst mér hæpið af þér sem útgefanda að samasem gefa í skyn, að þú myndir gefa hana út, hvernig sem hún yrði. En látum þetta þó vera. Síðan hefurðu gefið út annað bindið af Sóleyjarsögu. Að því kem ég hér á eftir. Það er intressant efni út af fyrir sig. Eins og af þessu má sjá, hef ég anzi litla hugmynd um það, hvort þú kærir þig yfirleitt um nokkurt handrit frá mér. Má vera, að svo sé, en ég hreinlega veit það ekki. Ég hef enn ekki byrjað að vinna að nýrri skáldsögu, frá því ég lauk við Sóleyj- arsögu fyrir rúmum tveimur árum, bæði vegna þess að ég hef ekki átt þess kost sökum brauðstrits að upphefja slíkt stórvirki, og vegna hins, að ég hef ekki dottið niður á neitt söguefni sem ég hef orðið nógu ánægður með. Hins vegar er ég að nafninu til að undirbúa safn smásagna minna frá s.l. tíu árum. – Hvort ég ætti að sýna þér það handrit? Það hef ég ekki hugmynd um. Læt ég þetta nægja um þessi atriði. Þá eru það fáeinar spurningar varðandi Sóleyjarsögu. Í fyrsta lagi: Hvað á ég að segja við menn sem spyrja: Hvers vegna gefur Ragnar TMM_4_2009.indd 87 11/4/09 5:44:41 PM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.