Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2009, Blaðsíða 109

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2009, Blaðsíða 109
TMM 2009 · 4 109 D ó m a r u m b æ k u r Dagný Kristjánsdóttir Listin að pína konur Steinar Bragi: Konur. Nýhil, 2008 Oft hefur meira verið logið í bókakynningum en því að síðasta bók Steinars Braga, Konur, hafi vakið áhuga, umtal og lof gagnrýnenda. Það hefur heldur ekki farið fram hjá bókmenntaáhugafólki að Steinar Bragi hefur skapað pers- ónulegan og einstakan tón í bókum sínum: þéttan, grófan og svolítið melan- kólskan. Þá er vísað til stíls, myndmáls og framsetningar sem hringsólar oftar en ekki um einhvers konar myrkur og innilokun. Oft fljóta draumur og veru- leiki, fantasía og raunsæi saman þannig að erfitt er að sjá hvað er raunverulegt og hvað ímyndun og erfitt getur verið að sjá hvernig höfundurinn vill að sagan sé lesin. Húsin í sögum Steinars Braga eins og húsið í Turninum (1999), rang- halar og leyniherbergi í Áhyggjudúkkum (2002) og „andsetna“ blokkaríbúðin á Melunum í Sólkskinsfólkinu (2004) eru eins og undanfarar hússins og íbúðar- innar sem leikur svo stórt hlutverk í Konum (2008). Í boði útrásarvíkinga Sagan segir frá Evu sem kynnist elskulegum íslenskum bankamanni í New York og þegar hann fréttir að hún sé á leiðinni til Íslands býður hann henni að búa í íbúðinni sinni meðan hún þurfi og vilji. Íbúðin reynist vera á efstu hæð í glæsilegu fjölbýlishúsi fyrir ríkt fólk, merkjavörufólk, sem stundar líkamsrækt sér til hugarhægðar á daginn. Eva fer með stúlku sem hún kynnist þar á VIP bar þar sem blindfullt og útúrdópað verslunar- og viðskiptafólk sýnir sig og sér aðra. Þetta er Reykjavík fyrir hrunið – Róm fyrir brunann. Íbúðin á efstu hæð- inni er eins og leiksvið og Eva uppgötvar smám saman að henni er ætlað ákveðið hlutverk á þessu sviði en hvar eru áhorfendurnir og hver hefur skrifað leikritið? Eva kemst á þá skoðun að ekki borgi sig að komast að því heldur sé best að koma sér burt enda gerist lífið í húsinu æ óhugnanlegra en þá uppgötv- ar hún að hún hefur verið læst inni. „Meðferðin“ stigmagnast og fram fer kerfis bundið niðurbrot á ungu konunni sem endar á dauða hennar. Sérvalin Þegar búið er að læsa Evu inni og byrjað að pynta hana rifjar hún upp kynni sín af íbúðareigandanum og skilur þá hvers vegna hún hefur fengið þetta TMM_4_2009.indd 109 11/4/09 5:44:43 PM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.