Tímarit Máls og menningar - 01.11.2009, Page 109
TMM 2009 · 4 109
D ó m a r u m b æ k u r
Dagný Kristjánsdóttir
Listin að pína konur
Steinar Bragi: Konur. Nýhil, 2008
Oft hefur meira verið logið í bókakynningum en því að síðasta bók Steinars
Braga, Konur, hafi vakið áhuga, umtal og lof gagnrýnenda. Það hefur heldur
ekki farið fram hjá bókmenntaáhugafólki að Steinar Bragi hefur skapað pers-
ónulegan og einstakan tón í bókum sínum: þéttan, grófan og svolítið melan-
kólskan. Þá er vísað til stíls, myndmáls og framsetningar sem hringsólar oftar
en ekki um einhvers konar myrkur og innilokun. Oft fljóta draumur og veru-
leiki, fantasía og raunsæi saman þannig að erfitt er að sjá hvað er raunverulegt
og hvað ímyndun og erfitt getur verið að sjá hvernig höfundurinn vill að sagan
sé lesin. Húsin í sögum Steinars Braga eins og húsið í Turninum (1999), rang-
halar og leyniherbergi í Áhyggjudúkkum (2002) og „andsetna“ blokkaríbúðin á
Melunum í Sólkskinsfólkinu (2004) eru eins og undanfarar hússins og íbúðar-
innar sem leikur svo stórt hlutverk í Konum (2008).
Í boði útrásarvíkinga
Sagan segir frá Evu sem kynnist elskulegum íslenskum bankamanni í New
York og þegar hann fréttir að hún sé á leiðinni til Íslands býður hann henni að
búa í íbúðinni sinni meðan hún þurfi og vilji. Íbúðin reynist vera á efstu hæð í
glæsilegu fjölbýlishúsi fyrir ríkt fólk, merkjavörufólk, sem stundar líkamsrækt
sér til hugarhægðar á daginn. Eva fer með stúlku sem hún kynnist þar á VIP
bar þar sem blindfullt og útúrdópað verslunar- og viðskiptafólk sýnir sig og sér
aðra. Þetta er Reykjavík fyrir hrunið – Róm fyrir brunann. Íbúðin á efstu hæð-
inni er eins og leiksvið og Eva uppgötvar smám saman að henni er ætlað
ákveðið hlutverk á þessu sviði en hvar eru áhorfendurnir og hver hefur skrifað
leikritið? Eva kemst á þá skoðun að ekki borgi sig að komast að því heldur sé
best að koma sér burt enda gerist lífið í húsinu æ óhugnanlegra en þá uppgötv-
ar hún að hún hefur verið læst inni. „Meðferðin“ stigmagnast og fram fer
kerfis bundið niðurbrot á ungu konunni sem endar á dauða hennar.
Sérvalin
Þegar búið er að læsa Evu inni og byrjað að pynta hana rifjar hún upp kynni
sín af íbúðareigandanum og skilur þá hvers vegna hún hefur fengið þetta
TMM_4_2009.indd 109 11/4/09 5:44:43 PM