Tímarit Máls og menningar - 01.11.2009, Blaðsíða 8
G u n n a r K a r l s s o n o g S i l j a A ð a l s t e i n s d ó t t i r
8 TMM 2009 · 4
skyldan árið 1974 og fluttum til Englands þar sem heimilisfaðirinn fór
að kenna Norðurlandasögu við deildina hans Péturs í University Col-
lege. Eins og þið vitið er ekki auðvelt að nema nýtt land, og næststærsta
borg í heimi er alveg sérstaklega viðsjárverður staður að nema. Við sett-
umst að í hverfi lengst sunnan við á, Forest Hill, og konan og börnin
hefðu kannski myglað þar ef ekki hefðu komið til heimboð Péturs og
Elinóru. Þau bjuggu í þessu fína hverfi norðan við á, og það var ekki nóg
með að þau gæfu okkur mat og gin, Pétur fór líka með okkur út að
ganga, sýndi okkur dýrðina í hverfinu sínu og hinu sögufræga Hamp-
steadhverfi. Hann bauð okkur í veislur í háskólanum og kynnti okkur
fyrir almennilegu fólki. Og síðast en ekki síst komu þau hjónin iðulega
í heimsókn til okkar suðureftir, einkum af því hvað þau tóku miklu
ástfóstri við dætur okkar.
Það er kannski það sem veldur þeirri djúpu sorg sem við finnum nú
til þegar Pétur er allur, söknuðurinn eftir hinni takmarkalausu hlýju
sem hann sýndi stelpunum – og seinna þeirra stelpum. Auðvitað var
hann elskulegur og skemmtinn við okkur foreldrana líka, en hann var
svo einstök barnagæla að aðdáun vakti. Börn löðuðust að honum eins og
vatn rennur niður hlíð, án þess að nokkur maður yrði var við að hann
gerði nokkuð til þess. Hann tók á móti þeim af fullkomnu æðruleysi,
talaði við þau hvert og eitt eins og hæfði, skiptist á skoðunum við þau
eins og jafningja, hvað sem þau voru ung. Maður sá í hendi sér hvað
Pétur og „the small objects“: Áróra, Vala, Steinunn og Silja. Einnig glittir í Sif.
TMM_4_2009.indd 8 11/4/09 5:44:31 PM