Tímarit Máls og menningar - 01.11.2009, Blaðsíða 41
Ú r d a g b ó k u m M a t t h í a s a r 19 9 9 – 2 0 0 0
TMM 2009 · 4 41
ett. Mér fannst hann nú trufla, engu líkara en þessi einhver mesta tónlist
sem Íslendingur hefur samið sé e.k. undirspil undir ballettsýninguna.
Það fór í mínar fínu taugar. Auk þess er ég ekki nógu hrifinn af svona
óskírskotandi eða óræðum ballett, sem er mikið hnoð, ekki sízt á gólf-
inu; því goðsagnahnoð. Vel gert að vísu, en þó einhver villimennska í
þessum dansi sem mér líkar ekki. Lokin bezt, þá er Baldur borinn út
dauður a la Wagner og eldarnir kvikna. Það var áhrifamikið sjó! …
Ódagsett
Við Styrmir töluðum við Siv Friðleifsdóttur. Það var ánægjulegt samtal,
við eigum Noreg sameiginlega, því móðir hennar er norsk. Hún er
augsýnilega mjög vel að sér í pólitík og engin vafi á því að hún ætlar sér
stóran hlut. Hún sagði samstarfið í ríkisstjórninni ágætt og engin
þreytumerki sjáanleg. Sagði að Halldór Ásgrímsson hefði sannfæringu
fyrir því að nauðsynlegt væri að ræða Ísland og EB, annað vekti ekki
fyrir honum. Ég er farinn að halda að Siv eigi eftir að takast á við Finn
Ingólfsson um formennsku í Framsókn, þótt hann sé sem stendur í
„geymslu“ í Seðlabankanum. Við höfum haft af því pata að Finnur hugsi
sér að taka við af Halldóri, en hann er víst ekkert á förum. Guðni
Ágústsson væri líklega einnig kandidat, en hann skortir tengsl við
atkvæðin á höfuðborgarsvæðinu, að sumra dómi.
En hver veit!
IV
„Að hætta blaðamennsku minnir einna helzt á bónda sem hættir að stunda minka-
rækt, en snýr sér að jörðinni.“
15. september 2000, föstudagur
… Nú er stjórn Árvakurs að leita að eftirmanni mínum; það er víst
mikið basl og mér leiðist þetta stúss. Tek helzt lítinn þátt í því. Allt hefur
sinn tíma og allt hefur sinn gang. Mér skilst þeir séu á eftir einhverjum
pólitíkusum. Ætli það sé framför? Mér skilst þeir séu á eftir einhverjum
fínum mönnum. Ég hef aldrei getað orðið „fínn“ ritstjóri , svo það hlýt-
ur að vera framför!
Þegar ég hætti get ég sagt þetta: Að hætta blaðamennsku minnir einna
helzt á bónda sem hættir að stunda minkarækt, en snýr sér að jörðinni.
Ég hef enga tilfinningu fyrir aldri svo að útlitið er ágætt. Ég er rithöf-
TMM_4_2009.indd 41 11/5/09 10:12:59 AM