Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2009, Blaðsíða 58

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2009, Blaðsíða 58
J ó n Ó l a f s s o n 58 TMM 2009 · 4 Um leið og hugmyndir af þessu tagi – hugmyndir um þjóðina og yfir- burði hennar – verða ríkjandi er hætt við að efasemdarmenn eða gagn- rýnendur, í stuttu máli þeir sem fyllast ekki sama eldmóði og hinir, veki tortryggni og jafnvel pirring eða reiði. Þetta auðveldar þeim sem aðhyll- ast ríkjandi skoðanir að þagga niður í þeim. Slíkrar þöggunar varð að sjálfsögðu vart við stofnun lýðveldisins fyrir 65 árum, en hennar gætti þó kannski enn meira á tímum góðærisins. Upp á síðkastið hefur mikið verið talað um tilhneigingu fólks til að trúa bara góðu fréttunum, en það væri ekki vitlaust að huga örlítið að því hvaða ástæður liggja að baki þeim ótrúlegu þöggunartilhneigingum sem virðast koma upp á yfir- borðið í hvert sinn sem ríkjandi skoðun nær ákveðnum styrkleika. Þegar góðærið stóð sem hæst átti ég eftirfarandi samtal við viðskipta- fræðing nokkurn: „Samfylkingin er ekki stjórntæk,“ sagði hann. „Hvers- vegna ekki?“ spurði ég. „Hún þjónar ekki hagsmunum viðskiptalífsins,“ sagði hann. „En eru það ekki hagsmunir almennings sem skipta megin- máli?“ sagði ég. „Hagsmunir viðskiptalífsins eru hagsmunir almennings,“ sagði hann. Þessi maður er í mínum augum fyrst og fremst málpípa ákveðinna sjónarmiða sem réðu hér lögum og lofum í góðærinu. En það er þess virði að leggjast í ofurlitla greiningu á þessum sjónarmiðum. Það eru hags- munirnir: Þegar því er/var haldið fram að hagsmunir viðskiptalífsins væru hagsmunir almennings verður til sá möguleiki að almenningur – það er hinn almenni borgari – þekki ekki hagsmuni sína. Hann heldur ef til vill að þeir séu fólgnir í réttindum að tiltekinni lagalegri stöðu gagn- vart fyrirtækjum og/eða öðru fólki, en í rauninni er honum mest í hag að viðskiptalífið hafi sem lausastan tauminn. En um leið og þessi skoðun ræður ríkjum er hætt við að krafan um taumhald á viðskiptalífinu verði eins og hver önnur bábilja. Hver sá sem efast um visku þess og réttsýni er þá í besta falli bjálfi (rétt eins og kratarnir sem höfðu athugasemdir við nýja stjórnarskrá lýðveldisins árið 1944), í versta falli friðarspillir og naðra. Á nákvæmlega sama hátt skiptu talsmenn kommúnismans fólki í tvo hópa – þá sem áttuðu sig á hverjir hinir raunverulegu hagsmunir og þroskamöguleikar væru og hina sem gerðu það ekki. Þeir höfðu einfald- lega rangt fyrir sér, og það myndi koma fram um síðir í byltingunni. Ef lýðveldisstofnunin var á sinn hátt samfélagssáttmáli, þá mætti segja á sama hátt að góðærið hafi verið samfélagssáttmáli – ríkjandi hugmynd um íslenskt samfélag og þjóðerni sem erfitt eða ómögulegt var að setja sig upp á móti. Það hljómar kannski skringilega að tala um góð- ærið sem samfélagssáttmála, en hugmyndin um Ísland og Íslendinga sem einkenndi góðærið hafði þó þessi skýru einkenni. Hér var um hug- TMM_4_2009.indd 58 11/4/09 5:44:38 PM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.