Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2009, Blaðsíða 65

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2009, Blaðsíða 65
B a k v i ð f o s s i n n TMM 2009 · 4 65 Nokkrum klukkustundum síðar situr maðurinn boginn yfir kapli. Hann hefur drukkið einum of marga kaffibolla og líður ekki sem best. Í maganum er hnútur, hugsunin slitrótt og hröð þegar viðskiptavinur hringir bjöllunni. Maðurinn slengir hendinni á hnappinn í hugsunarleysi. Hann réttir svo úr sér og fylgist með hópi manna koma inn í sjoppuna. Þeir virða hann ekki viðlits, ganga beint að kæliskápnum sem geymir áfengu drykkina. Þeir eru fullir, tala hátt og maðurinn grettir sig. Það er einmitt þá sem hann sér stúlkuna. Hún kemur stuttu á eftir hjörðinni og stillir sér upp við dyrnar. Hún er ung, hárið sítt og gyllt og maðurinn hugsar um hland, um eitthvað sem rennur strítt og blautt, gosbrunn, foss. Hún sér hann ekki. Æpir eitthvað á ungu mennina, röddin rám og orðin útbíuð, kjánaleg. Talar einhverja mállýsku sem hann skilur ekki, drukkið unglingamál. Fötin hennar eru ódýr, efnis- lítil og sjúskuð. Maðurinn getur ekki haft af henni augun. Hann fyllist fyrirlitningu og eitt sekúndubrot kemur dóttir hans upp í hugann, sting- ur kollinum uppúr djúpinu og hverfur jafnfljótt þangað niður aftur. Þegar stúlkan hefur sleppt setningunni sem hann skildi ekki, afmynd- ast andlitið á henni, úr maskaraklíningnum skín einhver hryllingur sem engum er ætlaður. Svo fer hún út og hurðin skellist á eftir henni. Ungu mennirnir borga fyrir bjórinn, biðja um sígarettur. Sjáöldrin eru þanin og vöðvarnir í andlitinu strekktir. Þeir eru að tala um eitthvað meðan maðurinn afgreiðir þá. Einn þeirra áttar sig á því að stelpan er ekki lengur með þeim, æsir sig við vini sína, hreytir út úr sér einhverju um að helvítis tussan sé stungin af. Þegar þeir eru búnir að borga hraða þeir sér út og maðurinn stendur eftir í glerboxinu, fylgist með planinu fyrir utan. Þar er stelpan. Hún er að væflast eitthvað um og einn mannanna hrifsar hana til sín. Dempuð högghljóð heyrast, óp sem deyr út og þá eru þau horfin. Í sjoppunni er flóðlýsingin og suðið frá kæliskápunum. Maðurinn sest aftur í keng. Hann hugsar til þess að hann muni aldrei sjá þetta fólk aftur, að hann hafi ekkert að segja um örlög þess, að ógæfa stelpunnar sé ekki á hans ábyrgð. Hann sér fyrir sér myrkvað greni, dópdrasl og umbúðir og framandi tónlist, heim þar sem alltaf er sama nóttin og aldrei birtir, hann ímynd- ar sér þennan heim og að fólkið búi í honum, um hann fer ónotakennd, óöryggi. Hann sér fyrir sér íbúðina sína, vana sinn og finnst hann standa á sandhrúgu sem stöðugt hrynur úr, fæturnir sparka sandinum ósjálfrátt til hliðanna og dýpst innra með sér veit maðurinn að ekkert er öruggt. TMM_4_2009.indd 65 11/4/09 5:44:39 PM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.