Tímarit Máls og menningar - 01.11.2009, Blaðsíða 71
Á t t r æ ð u r Ti n n i á f e r ð o g f l u g i
TMM 2009 · 4 71
hafði borgin ákveðið að mála
myndasögumyndir á hina og þessa
auða húsveggi og þetta eltu ferða-
menn svo samviskusamlega uppi og
kynntust ýmsum skúmaskotum
borgarinnar í leiðinni – til dæmis
fann ég Lukku-Láka og Dalton-
bræður í miðju bankaráni í fremur
ótótlegu hverfi sem ég hefði annars
forðast. Fimm árum síðar var þetta
orðið að heilum iðnaði: á þeim tíma
höfðu komið út tvær bækur um
myndasögur í Brussel, annarsvegar
vegleg bókarútgáfa af lúna ljósritinu
og hinsvegar alveg nýtt fyrirbæri:
bók sem leiðir ferðamanninn um
Brussel eins og hún birtist í mynda-
sögum.3
Myndasagan og listin
Til Brussel kom ég frá Barcelona en þar er art nouveau-stíllinn alltum-
vefjandi, í sérstæðum útgáfum hinna fjölmörgu katalónsku arkitekta
sem hönnuðu fjölmörg hús borgarinnar, einmitt þegar hún var að breiða
úr sér útfyrir borgarmúrana. Þekktastur þeirra er auðvitað Antoni
Gaudí, en húsin hans segja stundum sögur, eins og Casa Batlló, sem
teiknar upp bardagann milli Georgs og drekans. Í Barcelona er reyndar
líka myndasögusafn, örlítill læstur klefi í kastalanum á hæðinni
Montjuïc: inni í klefanum er stytta af ungum pilti í þjónsbúningi sem
minnir þónokkuð mikið á Tinna. Þannig fléttast á óvæntan og ánægju-
legan hátt saman listastefna sem á rætur sínar meðal annars að rekja til
gotneskrar byggingarlistar og mynd- og frásagnarform sem á rætur
sínar meðal annars að rekja til trúar- og áróðursmyndrita frá miðöld-
um.
Hergé hafði mikinn áhuga á nútímalist og fylgdist vel með hræring-
um í henni. Bent hefur verið á að í fyrstu sögunni, Tinni í Sovétríkjunum,
megi finna tilvísun til þekkts verks rússneska málarans Kasimirs Mal-
evich, Svartur ferhyrningur (1915), en það var einfaldlega svartur flötur
í ramma.4 Í bókinni er að finna röð ramma þarsem Tinni slekkur ljósið
og slæst við nokkur rússnesk illmenni, í fyrstu tveimur römmunum eru
TMM_4_2009.indd 71 11/4/09 5:44:40 PM