Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2009, Blaðsíða 13

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2009, Blaðsíða 13
S t a ð l e y s a n Í s l a n d o g m ý t a n u m o k k u r s j á l f TMM 2009 · 4 13 II. Veröld gömul og góð Bók Guðmundar Magnússonar er ætlað að fanga þær breytingar sem verða á íslensku samfélagi eftir að hugmyndafræði frjálshyggjunnar festist í sessi hér á landi og viðmið hins ,frjálsa‘ markaðar verða allsráð- andi. Bókin er syndafallsfrásögn en af þekktum þjóðfélagslýsingum er lúta sömu forsendum má nefna sjálfsævisögu austurríska rithöfundarins Stefans Zweig, Veröld sem var.6 Báðar bækur draga upp fagrar myndir af tíma samstöðu og friðsældar áður en heimurinn hrynur til grunna. Hjá Zweig birtist hrunið í umbrotum heimsstyrjaldarinnar fyrri og upp- gangi nasismans á árunum milli stríða þegar þjóðernishyggjan gerði út af við þá samevrópsku samheldni sem Zweig telur að einkennt hafi hugsunarhátt borgarastéttarinnar á síðustu áratugum nítjándu aldar. Hjá Guðmundi víkur stétta- og launajöfnuður í kjölfar seinni heims- styrjaldar fyrir stéttaskiptingu og útrásarsiðfræði nýja Íslands, þeirri hugmyndafræði sem leiddi að lokum til efnahagshrunsins í október 2008.7 Syndafallsfrásagnir draga eðli sínu samkvæmt upp bjarta mynd af tímanum fyrir fallið. Þetta sést glögglega ef rýnt er í upphafskafla bók- anna tveggja, en báðir bera lýsandi heiti. Í Veröld sem var er „Gullöld öryggisins“ ætlað að fanga manneskjulegt samfélag austurríska keisara- dæmisins sem Zweig teflir síðan fram gegn vitfirringu tveggja heims- styrjalda og vexti nasjónalsósíalismans. Tímabilinu á undan heimsstyrj- öldinni fyrri verður að mati Zweigs best lýst með því að kenna það við velmegun, stöðugleika og fyrirhyggjuleysi. Engan rennir grun í að lífið muni ekki halda áfram í sama horfi, að það verði ekki áfram bundið í fastar skorður óbreytileikans: „Í þessu barnalega oftrausti á það að geta brynjað sig gegn öllum duttlungum örlaganna allt til hinztu stundar lá þrátt fyrir allt öryggið og nægjusemina hættulegur sjálfbirgingsháttur“ (12). Svipaðri aðferð beitir Guðmundur Magnússon í upphafi sinnar bókar, en kaflinn „Lánsama eyland“ sækir heiti sitt í línu úr „Iceland Revisited“ eftir enska skáldið W.H. Auden, þar sem þessa lýsingu er að finna: „Lánsama eyland, þar sem allir menn eru jafnir, en ekki grófir, ekki enn“. Þýðingin er sótt til Matthíasar Johannessens skálds og rit- stjóra sem sagði réttilega að í orðunum fælist „þrátt fyrir ákveðna von og óskhyggju“ einhver „hin uggvænlegasta yfirlýsing um Ísland“ sem gefin hefur verið út (29). Grófleiki útrásaráranna er meginviðfangsefni Guðmundar í seinni hluta bókarinnar. Þær syndafallsfrásagnir sem ekki eru hreinræktaðar goðsögur fegra gjarnan um of tímann fyrir fallið. Zweig er þannig blindur á þær félags- TMM_4_2009.indd 13 11/4/09 5:44:31 PM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.