Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2009, Blaðsíða 136

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2009, Blaðsíða 136
D ó m a r u m b æ k u r 136 TMM 2009 · 4 lagað gerist nokkuð lengur svarar hann hálfhlæjandi: „Auðvitað […] Í hvaða veröld lifirðu? Það verður alltaf til fólk sem sýgur blóðið úr öðrum með bestu lyst. Bara í blaðinu í dag las ég um barnaþrælkun, mansal, líffæraþjófnað, eitur- efnamengun og lyfjabrask. Veistu nema sjö ára barn hafi saumað strigaskóna þína?“ (174). Þessi hversdagslegi en samt veraldlegi vísdómur felur að sumu leyti í sér viðhorf skáldsögunnar til glæpasagnaformsins – atburðarásin ein- skorðast ekki við tiltekið hryllingshús, einstakan glæp eða hvatalíf einstak- lingsins, sakamálin eru allt í kring og umhverfis okkur öll, ósýnileg eins og moskítóflugur í næturhúminu. Það er ekki boðið upp á neitt sýndarjafnvægi undir lokin. Síðasta fullyrðing Sunnu í verkinu, „Mín bíða ákvarðanir“ gefur þvert á móti til kynna að veruleiki sakamálasögunnar dugi ekki fyllilega til að ramma eða afmarka vandamálin sem vaknað hafa og hún hefur horfst í augu við í framrás sögunnar. Vangaveltur um það hvort tiltekin verk tilheyri í raun ákveðnum geirum eða tegundum (sakamálasögum, ástarsögum, hryllingssögum) eða hvort þau not- færi sér formgerðir og staðla þeirra í öðrum (og þá „æðri“) tilgangi eru að sjálfsögðu ekki nýjar af nálinni, og nægir þar að vísa til hugtaksins sem vikið var að í upphafi. Gjarnan er bent á að hinu póstmóderníska ástandi fylgi eins konar díónýsísk víma þar sem skýrar útlínur hverfa og form blandast saman í gleðilegri skemmtan þar sem mannamunur er ekki lengur gerður. Múrar falla, bókmenntir verða nautnalegar þar sem „alvöru“ höfundar taka að skrifa bækur af því tagi sem almenningur hefur alltaf lesið í mestum mæli. Umberto Eco skrifar sakamálasögu, John Updike vísindaskáldsögu, Joyce Carol Oates hryll- ingssögu. Hér ber þó að varast fljótfærnislegar ályktanir. Trúverðug rök má færa fyrir því að þrátt fyrir þessa „leiki“ riðlist stigveldið ekki mikið á póst- módernískum tímum, tegundirnar sitja enn fastar í sínum ásköpuðu þrepum í virðingarstiganum. Hinn póstmóderníski leikur fer fram á forsendum hábók- mennta og hámenningar, og það að erindrekar þeirra geri sér dagamun í fag- urfræðilegu gettói sjönrubókmennta getur vart talist byltingarkennt á þann hátt sem stundum hefur verið haldið fram.14 Þetta sést í flokkunarkerfi hvaða bókabúðar sem er – verkum áðurnefndra höfunda, Ecos, Updikes, Oates, er aldrei raðað í hillur í samræmi við tegundarlegar fyrirmyndir heldur sitja þær stoltar í bragði við hlið systkina sinna í „fagurbókmenntahluta“ bókabúðanna. Á ensku er sambærileg hegðun í hversdagslífinu kölluð „slumming“ og vísar til þess að þrátt fyrir ákveðna tegund af góðborgaralegri ævintýramennsku sé menningarlega og efnahagslega kapítalið áfram á sínum stað. Í tilviki Vetrarsól­ ar er niðurstaðan sú að fjarlægðin frá valgarðískum skyldmennum er skýr því hér er leikið með sakamálahefðina á meðvitaðan hátt, sumt er notað, öðru varpað fyrir róða. En það að tilraunin heppnast jafn vel og raun ber vitni er eftirtektarvert í samhengi við samskipti þeirra bókmenntategunda sem um hefur verið rætt hér. Í raun tilheyrir verkið kannski helst þeim flokki sem bókmenntafræðingurinn Oddný lýsir á námskeiðinu sem „öðruvísi“ (66) glæpasögum, og nefnir þar sem dæmi Móðurlausa Brooklyn eftir Jonathan Lethem, Svörtu bókina eftir Orhan Pamuk, og New York­þríleik Pauls Auster. TMM_4_2009.indd 136 11/4/09 5:44:46 PM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.