Tímarit Máls og menningar - 01.11.2009, Síða 136
D ó m a r u m b æ k u r
136 TMM 2009 · 4
lagað gerist nokkuð lengur svarar hann hálfhlæjandi: „Auðvitað […] Í hvaða
veröld lifirðu? Það verður alltaf til fólk sem sýgur blóðið úr öðrum með bestu
lyst. Bara í blaðinu í dag las ég um barnaþrælkun, mansal, líffæraþjófnað, eitur-
efnamengun og lyfjabrask. Veistu nema sjö ára barn hafi saumað strigaskóna
þína?“ (174). Þessi hversdagslegi en samt veraldlegi vísdómur felur að sumu
leyti í sér viðhorf skáldsögunnar til glæpasagnaformsins – atburðarásin ein-
skorðast ekki við tiltekið hryllingshús, einstakan glæp eða hvatalíf einstak-
lingsins, sakamálin eru allt í kring og umhverfis okkur öll, ósýnileg eins og
moskítóflugur í næturhúminu. Það er ekki boðið upp á neitt sýndarjafnvægi
undir lokin. Síðasta fullyrðing Sunnu í verkinu, „Mín bíða ákvarðanir“ gefur
þvert á móti til kynna að veruleiki sakamálasögunnar dugi ekki fyllilega til að
ramma eða afmarka vandamálin sem vaknað hafa og hún hefur horfst í augu
við í framrás sögunnar.
Vangaveltur um það hvort tiltekin verk tilheyri í raun ákveðnum geirum eða
tegundum (sakamálasögum, ástarsögum, hryllingssögum) eða hvort þau not-
færi sér formgerðir og staðla þeirra í öðrum (og þá „æðri“) tilgangi eru að
sjálfsögðu ekki nýjar af nálinni, og nægir þar að vísa til hugtaksins sem vikið
var að í upphafi. Gjarnan er bent á að hinu póstmóderníska ástandi fylgi eins
konar díónýsísk víma þar sem skýrar útlínur hverfa og form blandast saman í
gleðilegri skemmtan þar sem mannamunur er ekki lengur gerður. Múrar falla,
bókmenntir verða nautnalegar þar sem „alvöru“ höfundar taka að skrifa bækur
af því tagi sem almenningur hefur alltaf lesið í mestum mæli. Umberto Eco
skrifar sakamálasögu, John Updike vísindaskáldsögu, Joyce Carol Oates hryll-
ingssögu. Hér ber þó að varast fljótfærnislegar ályktanir. Trúverðug rök má
færa fyrir því að þrátt fyrir þessa „leiki“ riðlist stigveldið ekki mikið á póst-
módernískum tímum, tegundirnar sitja enn fastar í sínum ásköpuðu þrepum í
virðingarstiganum. Hinn póstmóderníski leikur fer fram á forsendum hábók-
mennta og hámenningar, og það að erindrekar þeirra geri sér dagamun í fag-
urfræðilegu gettói sjönrubókmennta getur vart talist byltingarkennt á þann
hátt sem stundum hefur verið haldið fram.14 Þetta sést í flokkunarkerfi hvaða
bókabúðar sem er – verkum áðurnefndra höfunda, Ecos, Updikes, Oates, er
aldrei raðað í hillur í samræmi við tegundarlegar fyrirmyndir heldur sitja þær
stoltar í bragði við hlið systkina sinna í „fagurbókmenntahluta“ bókabúðanna.
Á ensku er sambærileg hegðun í hversdagslífinu kölluð „slumming“ og vísar til
þess að þrátt fyrir ákveðna tegund af góðborgaralegri ævintýramennsku sé
menningarlega og efnahagslega kapítalið áfram á sínum stað. Í tilviki Vetrarsól
ar er niðurstaðan sú að fjarlægðin frá valgarðískum skyldmennum er skýr því
hér er leikið með sakamálahefðina á meðvitaðan hátt, sumt er notað, öðru
varpað fyrir róða. En það að tilraunin heppnast jafn vel og raun ber vitni er
eftirtektarvert í samhengi við samskipti þeirra bókmenntategunda sem um
hefur verið rætt hér. Í raun tilheyrir verkið kannski helst þeim flokki sem
bókmenntafræðingurinn Oddný lýsir á námskeiðinu sem „öðruvísi“ (66)
glæpasögum, og nefnir þar sem dæmi Móðurlausa Brooklyn eftir Jonathan
Lethem, Svörtu bókina eftir Orhan Pamuk, og New Yorkþríleik Pauls Auster.
TMM_4_2009.indd 136 11/4/09 5:44:46 PM