Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2009, Blaðsíða 28

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2009, Blaðsíða 28
M a t t h í a s J o h a n n e s s e n 28 TMM 2009 · 4 eigin reynslu eins og annað í þessu sérstæða verki, sem fjallar einnig öðrum þræði um afbrýðisemina. Og hvernig hún holar okkur innan. Umfjöllun Prousts um ástina er sérstæð, eftirminnileg með öðrum hætti en venjulega. Það eru einhverjir óskilgreindir fyrirvarar á ástinni sem eru ekki sízt minnisstæðir. Proust sagði að bækur væru stór kirkjugarður, þar sem ekki væri hægt að lesa á fjölda legsteina. Og listin væri samþjöppuð minning, sérhver maður væri þannig skáldsagnahöfundur, án bókar. Ég þekki engan höfund sem minnir á Proust, hvað stílfegurð viðkem- ur, nema Canetti. Hann skrifaði fallegustu þýzku sem ég þekki. Hef einnig verið að lesa tvær bækur um Proust, eftir Edmund White og de Botton. Skemmtilegar og fróðlegar bækur, de Botton segir t.a.m. frá því þegar þeir Joyce og Proust hittust í París á þriðja áratugnum og fór fátt á milli þeirra. Joyce spurði Proust, hvort hann hefði lesið Ulysses sem kom út 1922. Non, sagði Proust. Sem sagt, non-samtal, sagði Joyce … 19. september 1999, sunnudagur … Horfði í nótt á boxeinvígi í veltivigt milli Oscars de la Hoya og Titos Trinidad frá Puerto Rico. Sá fyrri er af mexíkönsku ætterni en ég held hann sé Kani, hinn síðari er frá Purerto Rico og talar eingöngu spænsku. De la Hoya er kallaður „gulldrengurinn“. En nú fór illa fyrir honum, hann tapaði á stigum eftir tólf lotur. Ómar Ragnarsson og Bubbi Mort- hens héldu báðir eins og ég að de la Hoya hefði unnið. En annað varð uppi á teningnum. De la Hoya sýndi miklu meiri tilburði. Hann er létt- ur og lipur og eldsnöggur. Trinidad er aftur á móti miklu þungstígari. Hann er staður og bíður eftir að slá þung högg. Hann stóð sig ekki nógu vel fyrra helming einvígisins, en sótti í sig veðrið undir lokin. Ég held hann hafi unnið síðustu loturnar, því að de la Hoya var augsýnilega orð- inn mjög þreyttur. Það hefur líklega ráðið úrslitum. Mér fannst gott það sem de la Hoya sagði eftir einvígið, að hann væri sár innra með sér, það væri rétt, en hann hefði langað til að sýna box, þess vegna hefði hann leikið sér með þeim hætti sem raun ber vitni. Hann er geðþekkur piltur að því er virðist, en þó eitthvað dekraður. Hann á sér stóran aðdáenda- hóp, en eyjarskeggjarnir stóðu bakvið Trinidad. Hann er ekki ógeðfelld- ur piltur, fastur fyrir og einarður, en mér þykir hinn miklu skemmtilegri boxari. Ég fór ekki að sofa fyrr en undir morgun. Beið eftir þessari atlögu og horfði á hana til enda. Hvers vegna eiginlega, ég skil það ekki sjálfur! Ég hef enga samúð með boxurunum því þeir fá milljónir fyrir hvern bar- TMM_4_2009.indd 28 11/5/09 10:12:58 AM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.