Tímarit Máls og menningar - 01.11.2009, Blaðsíða 27
Ú r d a g b ó k u m M a t t h í a s a r 19 9 9 – 2 0 0 0
TMM 2009 · 4 27
ungis í sjónvarpi. Þau dansa bæði mjög vel. Af þeim sökum eru þau
góðir skemmtikraftar. Það eru myndböndin sem halda í þeim lífinu …
Matthías H. sagði mér í gærkvöldi að Hreinn Loftsson, formaður einka-
væðingarnefndar, hefði á fundi í vikunni sagt að sparisjóðirnir hefðu
ekki samkvæmt lögum leyfi til að braska með áhættufjármagn. Þannig
hefur þá SPRON verið komið út á hálan ís með eignaraðild að Fjárfest-
ingarbankanum. Þetta gæti komið heim og saman við þá fullyrðingu
Finns Ingólfssonar í samtali þeirra Styrmis um daginn, að SPRON hefði
orðið að selja hlut sinn í FBA vegna þess að þeim hafi verið gert ljóst að
með fjárfestingu þeirra hefðu þeir brotið lög …
Kvöldið
Nú er Meri, forseti Eistlands, kominn í opinbera heimsókn til Íslands.
Það er svo sem ágætt. Gestgjafi hans á Bessastöðum er fyrrum formaður
Alþýðubandalagsins, sem hafði aldrei neinn sérstakan áhuga á því að
Eystrasaltsríkin fengju sjálfstæði undan Sovétríkjunum sálugu. Þetta
hljómar eins og öfugmælavísa. Einnig það, að Ólafur Ragnar var fyrsti
forseti Íslands sem fór í opinbera heimsókn til Eistlands. Við minntum
á þetta öfugmæli í forystugrein í Morgunblaðinu á sínum tíma. Við
minnum á þetta enn undir rós í leiðara á morgun. Forstjóri verðbréfa-
hallarinnar í New York er nýbúinn að vera í sérstakri heimsókn hjá Ólafi
Ragnari, fulltrúi höfuðvígis kapítalismans í Bandaríkjunum! Þar var
stór veizla og mikil og fullt af bísnessfólki viðstatt og þá auðvitað einnig
Kári Stefánsson, milljarðamæringur.
Ég sé í hendi mér að Dario Fo er eins og hver annar gamliford sem
farsahöfundur miðað við það fjarstæðuleikrit sem fer fram allt í kring-
um okkur. Hvorki Dario Fo né neinn annar gæti samið leikfarsa sem
kæmist í hálfkvist við þennan „veruleika“.
Þetta er raunar allt með ólíkindum.
Bessastaðavaldið væri efniviður í nýja Hrafnhettu; og nýjan farsa.
17. september 1999, föstudagur
Hef verið að fara yfir Sódómu og Gómorru eftir Proust. Þar er eftir-
minnileg og vel gerð skírskotun í samkynhneigð. Proust gat svo sem úr
flokki talað og ekki vantar skilninginn. En allt skrifað af svo mjúku
innsæi og listrænni fagþekkingu stíls og ritmáls að efnið er eins og
obláta sem rennur ósjálfrátt undir tunguræturnar. Í öðrum kafla þessa
verks er ógleymanlega fögur lýsing á ömmunni, áreiðanlega sprottin af
TMM_4_2009.indd 27 11/5/09 10:12:58 AM