Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2009, Síða 27

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2009, Síða 27
Ú r d a g b ó k u m M a t t h í a s a r 19 9 9 – 2 0 0 0 TMM 2009 · 4 27 ungis í sjónvarpi. Þau dansa bæði mjög vel. Af þeim sökum eru þau góðir skemmtikraftar. Það eru myndböndin sem halda í þeim lífinu … Matthías H. sagði mér í gærkvöldi að Hreinn Loftsson, formaður einka- væðingarnefndar, hefði á fundi í vikunni sagt að sparisjóðirnir hefðu ekki samkvæmt lögum leyfi til að braska með áhættufjármagn. Þannig hefur þá SPRON verið komið út á hálan ís með eignaraðild að Fjárfest- ingarbankanum. Þetta gæti komið heim og saman við þá fullyrðingu Finns Ingólfssonar í samtali þeirra Styrmis um daginn, að SPRON hefði orðið að selja hlut sinn í FBA vegna þess að þeim hafi verið gert ljóst að með fjárfestingu þeirra hefðu þeir brotið lög … Kvöldið Nú er Meri, forseti Eistlands, kominn í opinbera heimsókn til Íslands. Það er svo sem ágætt. Gestgjafi hans á Bessastöðum er fyrrum formaður Alþýðubandalagsins, sem hafði aldrei neinn sérstakan áhuga á því að Eystrasaltsríkin fengju sjálfstæði undan Sovétríkjunum sálugu. Þetta hljómar eins og öfugmælavísa. Einnig það, að Ólafur Ragnar var fyrsti forseti Íslands sem fór í opinbera heimsókn til Eistlands. Við minntum á þetta öfugmæli í forystugrein í Morgunblaðinu á sínum tíma. Við minnum á þetta enn undir rós í leiðara á morgun. Forstjóri verðbréfa- hallarinnar í New York er nýbúinn að vera í sérstakri heimsókn hjá Ólafi Ragnari, fulltrúi höfuðvígis kapítalismans í Bandaríkjunum! Þar var stór veizla og mikil og fullt af bísnessfólki viðstatt og þá auðvitað einnig Kári Stefánsson, milljarðamæringur. Ég sé í hendi mér að Dario Fo er eins og hver annar gamliford sem farsahöfundur miðað við það fjarstæðuleikrit sem fer fram allt í kring- um okkur. Hvorki Dario Fo né neinn annar gæti samið leikfarsa sem kæmist í hálfkvist við þennan „veruleika“. Þetta er raunar allt með ólíkindum. Bessastaðavaldið væri efniviður í nýja Hrafnhettu; og nýjan farsa. 17. september 1999, föstudagur Hef verið að fara yfir Sódómu og Gómorru eftir Proust. Þar er eftir- minnileg og vel gerð skírskotun í samkynhneigð. Proust gat svo sem úr flokki talað og ekki vantar skilninginn. En allt skrifað af svo mjúku innsæi og listrænni fagþekkingu stíls og ritmáls að efnið er eins og obláta sem rennur ósjálfrátt undir tunguræturnar. Í öðrum kafla þessa verks er ógleymanlega fögur lýsing á ömmunni, áreiðanlega sprottin af TMM_4_2009.indd 27 11/5/09 10:12:58 AM
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.