Tímarit Máls og menningar - 01.11.2009, Blaðsíða 107
„ É g e r l í f , s e m v i l l l i fa , u m va f i n n l í f i s e m v i l l l i fa .“
TMM 2009 · 4 107
þátt í mannlegu lífi sem allir glíma við: Það er hin djöfullega staða
afskiptaleysis og fjarlægðar þess sem fylgist bara með en tekur ekki þátt
í lífi með öðrum. Bjarni hafnar þeirri stöðu og úr verki hans má lesa
áskorun um að við nýtum okkur það rými lífs sem samskipti milli fólks
myndar og þá með öllum sínum þverstæðum, erfiðleikum en líka
ánægju og blessun.
Lokaorð
Þannig má rekja sig eftir bókum Bjarna Bjarnasonar frá iðrun til játn-
ingar, frá sátt til samfélags. Bækur Bjarna einkennast af viðleitni til að
nota guðfræðilegt táknkerfi til að ljúka upp gildum hversdagslegs lífs.
Slík viðleitni er vel þekkt innan guðfræðilegrar hefðar. Nægir að benda
á t.d. hvernig goðsagnakenndur táknheimur er notaður í jólaguðspjall-
inu til að ljúka upp fyrir lesandanum nauðsyn þess að maðurinn virði
mennsku sína. Þessi veruleiki er opinberaður í hversdagslegum atburði
sem jafnframt er eitt mesta undur lífsins, fæðingu barns. Þar er greint
frá því að Guð gerist maður svo maðurinn gangist við mennsku sinni og
náungans. Því fylgir að hver og einn þarf að bera sinn kross.
Í greininni hef ég leitast við að skoða bækur Bjarna út frá sjónarhóli
guðfræðinnar og staðsetja umfjöllun þeirra í hugtakakerfi evangelísk-
lútherskrar guðfræði. Óneitanlega má segja að Bjarna hafi tekist að nota
þann táknheim til að ljúka upp mikilvægi þess að einstaklingurinn
gangist við lífinu. Albert Schweitzer (1875–1965) orðar hið sama svo: „ég
er líf, sem vill lifa, umvafinn lífi sem vill lifa.“14
Tilvísanir
1 „Ich bin Leben, das leben will, in mitten von Leben, das leben will“. Albert Schweitzer, Kultur
und Ethik – Kulturphilosophie Zweiter Teil. Olaus Petri Vorlesung an der Universität Uppsala,
München 1923, 239.
2 Ég vil þakka Soffíu Auði Birgisdóttur og Guðmundi Andra Thorssyni fyrir yfirlestur og gagn-
legar ábendingar og Bjarna Bjarnasyni fyrir góð samtöl.
3 Sjá um Andlit, Guðmundur Andri Thorsson: „Tilgangur komdu himinn“, í: TMM 3/2004.
4 Otto Böcher, „satan“, Exegetisches Wörterbuch zum Neuen Testament, 3. bindi, 2. útg. Berlín
1980, 558–559; Werner Foerster, „satanaς“, Theologisches Wörterbuch zum Neuen Testament, 7.
bindi, Berlín 1990, 152–161.
5 Hér er greinilegt að Satan er einhvers konar ráðgjafi, lögfræðingur eða saksóknari hjá Guði sem
athugar hvort fólk sé tryggt í hollustu sinni við hann. Vel getur verið að þessi mynd af Satani
sé fengin að láni úr stjórnskipulagi í Persaveldi. Sjá Kristin Ólason, „Hvernig getur maður haft
rétt fyrir sér gagnvart Guði? Íob 9.2“, Kirkjuritið, 1. hefti, 67. árg., 2000, 17.
6 Gerhard von Rad, „diaboloς“, Theologisches Wörterbuch zum Neuen Testament, 2. bindi, Berlín
1990, 71–74.
7 Kirsten Nielsen, „Teufel II“, í TRE 33. bindi, Berín 2002, 114.
TMM_4_2009.indd 107 11/4/09 5:44:43 PM