Tímarit Máls og menningar - 01.11.2009, Blaðsíða 103
„ É g e r l í f , s e m v i l l l i fa , u m va f i n n l í f i s e m v i l l l i fa .“
TMM 2009 · 4 103
tengd vilja duttlungafullra anda og djöfla. Kristin trú, sem eys af þekk-
ingu sinni á vitnisburði ritningarinnar, er hér engin undantekning.
Orðræðan þar um djöfulinn og vald hans er allnokkur en þegar nánar
er að gætt ekki eins dramatísk og af er látið.
Orðið Satan er hebreskt og skylt hebreskri sögn sem merkir að fjand-
skapast, vera til meins, vera andsnúinn. Sérnafnið Satan þýðir sem sé
andstæðingur, fjandmaður eða fjandi.4 Í Gamla testamentinu kemur
Satan fyrir á nokkrum stöðum og um hlutverk hans veitir Jobsbók tals-
verðar upplýsingar. Í upphafi hennar er sagt að Satan dragi í efa trúfesti
Jobs og hvetji Guð til að prófa hann og segi: „En rétt út hönd þína og
snert þú allt, sem hann á, og mun hann þá formæla þér upp í opið geðið“
(Jb 1.11). Hér kemur Satan fram sem andstæðingur mannsins.5 Biblían
kallar hann því einnig á grísku „diabolos“, sem er dregið af sögninni
„diaballo“, en það þýðir meðal annars að rugla, rífa í sundur, splundra,
blekkja og skapa óeiningu.6 Satan hefur samkvæmt þessu það hlutverk á
himnum að ákæra manninn frammi fyrir Guði. Hann er nokkurs konar
saksóknari sem leggur þrautir á Job svo hann bregðist og falli. Hann
gerir þetta almennt meðal manna með því að að skapa óeiningu með
blekkingum og lygi.7 Athyglisvert er að í Biblíunni er hvergi reynt að
skilgreina uppruna, eðli og starf hins illa.8 Það er einungis vísað til
veruleika þess illa sem raskar hinu skipulega lífi með eyðileggingu og
dauða.
Í Lúkasarguðspjalli er sagt frá því þegar lærisveinar Jesú koma til
hans og segja: „’Herra, jafnvel illir andar eru oss undirgefnir í þínu
nafni.’ En hann mælti við þá: ’Ég sá Satan hrapa af himni sem eldingu.’“
(Lk 10.17–18).9 Það sem Jesús á við þegar hann ávarpar lærisveina sína er
að Satan hefur misst stöðu sína sem ákærandi frammi fyrir Guði. Hann
er sviptur valdi sínu. Samkvæmt orðum Jesú stendur maðurinn frammi
fyrir hásæti Guðs en Satan sem ákæranda hefur verið vikið frá. Sam-
kvæmt Nýja testamentinu er Jesús Kristur eftir upprisuna fulltrúi
mannsins frammi fyrir Guði.10
Þó að uppruni hins illa sé ekki skýrður í ritningunni er vald hins illa
skilgreint afdráttarlaust í freistingarsögu Jesú. Þar er dregið fram hvern-
ig djöfullinn getur spillt grundvallarstoðum samfélagsins og afvegaleitt
menn með þremur aðferðum. Í fyrsta lagi er veraldlegur auður, eða
mammon, í öðru lagi er það vald og meðferð þess, eða ríkisvaldið, og í
þriðja lagi er það tilbeiðslan, eða guðsþjónustan (Mt 4.1–10). Í þessari
frásögn er athyglisvert að einstaklingurinn stendur ætíð frammi fyrir
vali þar sem reynir á ábyrgðarkennd hans. En alltaf eru blekkingin og
lygin valdatæki djöfulsins, sem hann beitir til að hafa áhrif á val manns-
TMM_4_2009.indd 103 11/4/09 5:44:43 PM