Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2009, Síða 103

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2009, Síða 103
„ É g e r l í f , s e m v i l l l i fa , u m va f i n n l í f i s e m v i l l l i fa .“ TMM 2009 · 4 103 tengd vilja duttlungafullra anda og djöfla. Kristin trú, sem eys af þekk- ingu sinni á vitnisburði ritningarinnar, er hér engin undantekning. Orðræðan þar um djöfulinn og vald hans er allnokkur en þegar nánar er að gætt ekki eins dramatísk og af er látið. Orðið Satan er hebreskt og skylt hebreskri sögn sem merkir að fjand- skapast, vera til meins, vera andsnúinn. Sérnafnið Satan þýðir sem sé andstæðingur, fjandmaður eða fjandi.4 Í Gamla testamentinu kemur Satan fyrir á nokkrum stöðum og um hlutverk hans veitir Jobsbók tals- verðar upplýsingar. Í upphafi hennar er sagt að Satan dragi í efa trúfesti Jobs og hvetji Guð til að prófa hann og segi: „En rétt út hönd þína og snert þú allt, sem hann á, og mun hann þá formæla þér upp í opið geðið“ (Jb 1.11). Hér kemur Satan fram sem andstæðingur mannsins.5 Biblían kallar hann því einnig á grísku „diabolos“, sem er dregið af sögninni „diaballo“, en það þýðir meðal annars að rugla, rífa í sundur, splundra, blekkja og skapa óeiningu.6 Satan hefur samkvæmt þessu það hlutverk á himnum að ákæra manninn frammi fyrir Guði. Hann er nokkurs konar saksóknari sem leggur þrautir á Job svo hann bregðist og falli. Hann gerir þetta almennt meðal manna með því að að skapa óeiningu með blekkingum og lygi.7 Athyglisvert er að í Biblíunni er hvergi reynt að skilgreina uppruna, eðli og starf hins illa.8 Það er einungis vísað til veruleika þess illa sem raskar hinu skipulega lífi með eyðileggingu og dauða. Í Lúkasarguðspjalli er sagt frá því þegar lærisveinar Jesú koma til hans og segja: „’Herra, jafnvel illir andar eru oss undirgefnir í þínu nafni.’ En hann mælti við þá: ’Ég sá Satan hrapa af himni sem eldingu.’“ (Lk 10.17–18).9 Það sem Jesús á við þegar hann ávarpar lærisveina sína er að Satan hefur misst stöðu sína sem ákærandi frammi fyrir Guði. Hann er sviptur valdi sínu. Samkvæmt orðum Jesú stendur maðurinn frammi fyrir hásæti Guðs en Satan sem ákæranda hefur verið vikið frá. Sam- kvæmt Nýja testamentinu er Jesús Kristur eftir upprisuna fulltrúi mannsins frammi fyrir Guði.10 Þó að uppruni hins illa sé ekki skýrður í ritningunni er vald hins illa skilgreint afdráttarlaust í freistingarsögu Jesú. Þar er dregið fram hvern- ig djöfullinn getur spillt grundvallarstoðum samfélagsins og afvegaleitt menn með þremur aðferðum. Í fyrsta lagi er veraldlegur auður, eða mammon, í öðru lagi er það vald og meðferð þess, eða ríkisvaldið, og í þriðja lagi er það tilbeiðslan, eða guðsþjónustan (Mt 4.1–10). Í þessari frásögn er athyglisvert að einstaklingurinn stendur ætíð frammi fyrir vali þar sem reynir á ábyrgðarkennd hans. En alltaf eru blekkingin og lygin valdatæki djöfulsins, sem hann beitir til að hafa áhrif á val manns- TMM_4_2009.indd 103 11/4/09 5:44:43 PM
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.