Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2009, Blaðsíða 59

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2009, Blaðsíða 59
I n n r i þ r o s k i , í m y n d o g s a m f é l a g s s á t t m á l i TMM 2009 · 4 59 mynd eða ímynd að ræða sem víðtæk sátt ríkti um, sem fólki reyndist erfitt að mótmæla, sem tönnlast var á í tíma og ótíma og byggt á í skýrslum á borð við Ímyndarskýrslu forsætisráðuneytisins og sömuleið- is í ýmsum skýrslum opinberra aðila. Hér má t.d. nefna skýrslu Við- skiptaráðs frá 2006 þar sem fram kemur ákveðin framtíðarsýn um Ísland. Eins mætti nefna hugarflugs- og stefnumótunarfund Vísinda- og tækniráðs þar sem spáð var um þróun í vísindum og tækni fram til 2015 og gert ráð fyrir að á flestum sviðum yrði Ísland í fremstu röð, og myndi skara fram úr á nokkrum sviðum.8 Allt byggist þetta á samfélagssátt- mála í þeim skilningi að tiltekin viðhorf, reynsla og skoðanir meðal Íslendinga séu um leið orsök velgengni þeirra. Annað dæmi um þetta viðhorf birtist í kvikmyndinni Gargandi snilld þar sem reynt var að útskýra margvíslegan árangur Íslendinga á tónlistarsviðinu með því að ýmis atriði í sögu þjóðarinnar hefðu stuðlað að þeim frábæru eiginleik- um sem gerðu að verkum að hún ætti nú fjölmarga snillinga á sviði tónlistar. Fleira mætti nefna, þar á meðal ræður forseta Íslands á inn- lendum og erlendum vettvangi. Það kann að vera að það þyki ekki við hæfi að halda því fram nú, þegar allt er hrunið, að ríkt hafi samfélagssáttmáli um allan þann hugar- burð sem einkenndi góðæristímann. Ég er þó ansi hræddur um að margvísleg gögn góðærisins séu órækur vitnisburður um slíkan sátt- mála. Fjölmiðlar, einstaklingar, fyrirtæki og opinberar stofnanir reyndu að laga sig að þeim veruleika sem bakland auðæfanna skapaði. Sá veruleiki fékk að vera í friði vegna þess að fólk vildi helst ekkert heyra um að mögulega væri hann reistur á tálsýn um að vöxtur fjár- magnsmarkaðanna væri endalaus og því yrði alltaf það fjármagn á boð- stólum sem nauðsynlegt væri til að halda hinni glæsilegu yfirbyggingu uppi. En staðreyndin er sú að það ríkti víðtæk sátt um góðærið og dásemdir þess. Kannski var hún jafnvel 71.122 á móti 377 eins og sáttin um stofnun lýðveldis á Íslandi fyrir 65 árum. Kannski er erfitt fyrir þá sem nú berjast mest á móti því að Ísland gangist í ábyrgð fyrir Icesave-skuldunum að fallast á þessa lýsingu á góðærinu. Það er auðveldara að líta svo á að hrunið mikla sé afleiðing þess að gráðugir fjármálamenn léku lausum hala og steyptu ríkinu í þessa hít án þess að nokkur uggði að sér. Það er fjarri því að ég vilji gera lítið úr ábyrgð gerendanna í málinu, en öll ábyrgð á hruninu er þó mun flóknari hlutur en svo að hægt sé að finna sökudólga og hengja þá. Það er sjálfsblekking að ímynda sér að hin samfélagslega klikkun góðærisins sem kom einfaldlega í veg fyrir heilbrigða gagnrýni og eftirlit sé ekki þegar á heildina er litið ástæðan fyrir því hvernig fór. Og sé þannig litið TMM_4_2009.indd 59 11/4/09 5:44:39 PM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.