Tímarit Máls og menningar - 01.11.2009, Blaðsíða 42
M a t t h í a s J o h a n n e s s e n
42 TMM 2009 · 4
undur og nú get ég loks farið að lifa sem slíkur. Jón úr Vör sagði að ég
yrði alltaf skáld, sama á hverju gengi. Nú er það líklega að koma í ljós.
Áhyggjulaus hverf ég frá minkabúinu og fer að sinna jörðinni; skáld-
skapnum.
Rétt eins og aðrir rithöfundar …
16. september 2000, laugardagur
Styrmir sagði mér í morgun að náðst hefði samkomulag í auðlindanefnd
um fiskveiðistjórnun, þ.á m. samkomulag um veiðileyfagjald. Einhverjir
fyrirvarar að vísu en þeir skipta ekki máli, segir Styrmir. Það verður erf-
itt fyrir stjórnmálamenn að ganga framhjá þessu áliti, ekki sízt eftir að
Halldór Ásgrímsson hefur samþykkt drögin að því og Davíð Oddsson
óskað eftir niðurstöðu.
Þannig hefur barátta okkar frá því á fyrra hluta níunda áratugarins
borið árangur og ég er sannfærður um að ef sættir takast um veiðileyfa-
gjaldið muni landsmenn sættast á kvóakerfið. Það er því mikið hags-
munamál fyrir útgerðarmenn og þá sem að fiskveiðistjórnun standa að
slíkt samkomulag náist. Eigandinn, þ.e. þjóðin, fær þannig endanlega
staðfestan rétt sinn til auðlindarinnar og þeir sem fá leyfi til að nýta
hana gera það með fullu samþykki eigandans. Það er þannig ekki sízt
mikilvægt fyrir sægreifa og kvótakarla að um þetta ríki sátt og samlyndi
og ég er sannfærður um að Halldór Ásgrímsson, sem á víst álitlegan
kvóta, ásamt fjölskyldu sinni, sjái nauðsyn þessarar niðurstöðu. Þá getur
hann haft sinn kvóta í friði en greiðir af honum eins og aðrir sem nýta
auðlindina. Í upphafi baráttu okkar á níunda áratugnum lögðum við
höfuðáherzlu á réttlæti og siðferði en létum greiðslu fyrir nýtingu bíða
betri tíma. Réttlætið og siðferðið voru í því fólgin að menn gætu ekki
eignazt það sem aðrir eiga, né veðsett það, selt eða grætt á því að vild. En
veiðileyfagjald réttlætir nýtingu, rétt eins og þeir mega veiða í ám sem
hafa leigt þær. Svo geta þeir grætt á þeim að öðru leyti eins og þeir vilja.
Aðalatriðið er að eignarréttur sé virtur en menn geti ekki ráðskazt með
eigur annarra, jafnvel ekki sameiginlegar eignir íslenzku þjóðarinnar.
Það er ekki heldur hægt að selja öræfin en það er ekki fráleitt að selja
aðgang að þeim ef átroðslan yrði umfram þanþol náttúrunnar. En allt
virðist þetta í réttum farvegi og stefna Morgunbaðsins er að verða ofaná
þrátt fyrir mikinn barning, róg og illt umtal. Útgerðin ætti að geta unað
við sitt því að enginn ætlast til þess að hún þurfi að borga neina blóð-
peninga, þvert á móti er það allra ósk að hún geti nýtt auðlindina sem
bezt fyrir sjálfa sig og þjóðarheildina; og þá að sjálfsögðu í friði og sátt
við umhverfið.
TMM_4_2009.indd 42 11/5/09 10:12:59 AM