Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2009, Side 42

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2009, Side 42
M a t t h í a s J o h a n n e s s e n 42 TMM 2009 · 4 undur og nú get ég loks farið að lifa sem slíkur. Jón úr Vör sagði að ég yrði alltaf skáld, sama á hverju gengi. Nú er það líklega að koma í ljós. Áhyggjulaus hverf ég frá minkabúinu og fer að sinna jörðinni; skáld- skapnum. Rétt eins og aðrir rithöfundar … 16. september 2000, laugardagur Styrmir sagði mér í morgun að náðst hefði samkomulag í auðlindanefnd um fiskveiðistjórnun, þ.á m. samkomulag um veiðileyfagjald. Einhverjir fyrirvarar að vísu en þeir skipta ekki máli, segir Styrmir. Það verður erf- itt fyrir stjórnmálamenn að ganga framhjá þessu áliti, ekki sízt eftir að Halldór Ásgrímsson hefur samþykkt drögin að því og Davíð Oddsson óskað eftir niðurstöðu. Þannig hefur barátta okkar frá því á fyrra hluta níunda áratugarins borið árangur og ég er sannfærður um að ef sættir takast um veiðileyfa- gjaldið muni landsmenn sættast á kvóakerfið. Það er því mikið hags- munamál fyrir útgerðarmenn og þá sem að fiskveiðistjórnun standa að slíkt samkomulag náist. Eigandinn, þ.e. þjóðin, fær þannig endanlega staðfestan rétt sinn til auðlindarinnar og þeir sem fá leyfi til að nýta hana gera það með fullu samþykki eigandans. Það er þannig ekki sízt mikilvægt fyrir sægreifa og kvótakarla að um þetta ríki sátt og samlyndi og ég er sannfærður um að Halldór Ásgrímsson, sem á víst álitlegan kvóta, ásamt fjölskyldu sinni, sjái nauðsyn þessarar niðurstöðu. Þá getur hann haft sinn kvóta í friði en greiðir af honum eins og aðrir sem nýta auðlindina. Í upphafi baráttu okkar á níunda áratugnum lögðum við höfuðáherzlu á réttlæti og siðferði en létum greiðslu fyrir nýtingu bíða betri tíma. Réttlætið og siðferðið voru í því fólgin að menn gætu ekki eignazt það sem aðrir eiga, né veðsett það, selt eða grætt á því að vild. En veiðileyfagjald réttlætir nýtingu, rétt eins og þeir mega veiða í ám sem hafa leigt þær. Svo geta þeir grætt á þeim að öðru leyti eins og þeir vilja. Aðalatriðið er að eignarréttur sé virtur en menn geti ekki ráðskazt með eigur annarra, jafnvel ekki sameiginlegar eignir íslenzku þjóðarinnar. Það er ekki heldur hægt að selja öræfin en það er ekki fráleitt að selja aðgang að þeim ef átroðslan yrði umfram þanþol náttúrunnar. En allt virðist þetta í réttum farvegi og stefna Morgunbaðsins er að verða ofaná þrátt fyrir mikinn barning, róg og illt umtal. Útgerðin ætti að geta unað við sitt því að enginn ætlast til þess að hún þurfi að borga neina blóð- peninga, þvert á móti er það allra ósk að hún geti nýtt auðlindina sem bezt fyrir sjálfa sig og þjóðarheildina; og þá að sjálfsögðu í friði og sátt við umhverfið. TMM_4_2009.indd 42 11/5/09 10:12:59 AM
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.