Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2009, Page 41

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2009, Page 41
Ú r d a g b ó k u m M a t t h í a s a r 19 9 9 – 2 0 0 0 TMM 2009 · 4 41 ett. Mér fannst hann nú trufla, engu líkara en þessi einhver mesta tónlist sem Íslendingur hefur samið sé e.k. undirspil undir ballettsýninguna. Það fór í mínar fínu taugar. Auk þess er ég ekki nógu hrifinn af svona óskírskotandi eða óræðum ballett, sem er mikið hnoð, ekki sízt á gólf- inu; því goðsagnahnoð. Vel gert að vísu, en þó einhver villimennska í þessum dansi sem mér líkar ekki. Lokin bezt, þá er Baldur borinn út dauður a la Wagner og eldarnir kvikna. Það var áhrifamikið sjó! … Ódagsett Við Styrmir töluðum við Siv Friðleifsdóttur. Það var ánægjulegt samtal, við eigum Noreg sameiginlega, því móðir hennar er norsk. Hún er augsýnilega mjög vel að sér í pólitík og engin vafi á því að hún ætlar sér stóran hlut. Hún sagði samstarfið í ríkisstjórninni ágætt og engin þreytumerki sjáanleg. Sagði að Halldór Ásgrímsson hefði sannfæringu fyrir því að nauðsynlegt væri að ræða Ísland og EB, annað vekti ekki fyrir honum. Ég er farinn að halda að Siv eigi eftir að takast á við Finn Ingólfsson um formennsku í Framsókn, þótt hann sé sem stendur í „geymslu“ í Seðlabankanum. Við höfum haft af því pata að Finnur hugsi sér að taka við af Halldóri, en hann er víst ekkert á förum. Guðni Ágústsson væri líklega einnig kandidat, en hann skortir tengsl við atkvæðin á höfuðborgarsvæðinu, að sumra dómi. En hver veit! IV „Að hætta blaðamennsku minnir einna helzt á bónda sem hættir að stunda minka- rækt, en snýr sér að jörðinni.“ 15. september 2000, föstudagur … Nú er stjórn Árvakurs að leita að eftirmanni mínum; það er víst mikið basl og mér leiðist þetta stúss. Tek helzt lítinn þátt í því. Allt hefur sinn tíma og allt hefur sinn gang. Mér skilst þeir séu á eftir einhverjum pólitíkusum. Ætli það sé framför? Mér skilst þeir séu á eftir einhverjum fínum mönnum. Ég hef aldrei getað orðið „fínn“ ritstjóri , svo það hlýt- ur að vera framför! Þegar ég hætti get ég sagt þetta: Að hætta blaðamennsku minnir einna helzt á bónda sem hættir að stunda minkarækt, en snýr sér að jörðinni. Ég hef enga tilfinningu fyrir aldri svo að útlitið er ágætt. Ég er rithöf- TMM_4_2009.indd 41 11/5/09 10:12:59 AM
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.