Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2009, Side 23

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2009, Side 23
S t a ð l e y s a n Í s l a n d o g m ý t a n u m o k k u r s j á l f TMM 2009 · 4 23 Guðmundur Magnússon víkur sjálfur að þessari lýsingu Jóns Baldvins í bloggfærslu á Eyjunni, þar sem hann segir: „Það var af ásetningi að ég vék ekki að þessum atriðum í bókinni. Mín persóna er algjört aukaatriði, neðanmálsgrein, í því stóra samhengi sem bókin fjallar um. En vissulega finnst mér ég líka þurfa að segja frá þessu tímabili sem Jón nefnir. Sjáum til hvenær og hvernig það getur orðið. Sannleikurinn er sá að á níunda áratugnum lögðu menn ekki sama skilning í hugmyndir frjálshyggjunnar og seinna varð. Í raun litum við margir á þeim tíma á jafnaðarmanninn Jón Baldvin sem samherja okkar. Kannski man hann eftir því. Um merkingu frjálshyggjunnar ritaði ég grein í tímaritið Frelsið árið 1988, “Frjálshyggjan og stjórnmálin”. Við vorum þá allir frjálshyggjumenn sem vildum rífa Ísland úr höftum og klíkustjórnmálum. Það “Nýja Ísland”, sem fyrir samspil margra þátta varð til á seinni hluta tíunda áratugarins og í byrjun þessarar aldar, var sannarlega ekki draumalandið á þeim árum. Maður hafði ekki ímyndunarafl til að sjá fyrir sér þann skaða sem ábyrgðarlaus auðhyggja gat valdið íslensku þjóðfélagi.“ Sjá Guðmundur Magnússon: „Nýja Ísland í Lesbókinni“ á bloggsíðunni Skrafað við skýin. Sjá: http://gm.eyjan.is/2008/11/29/nyja-island-i-lesbokinni/ [sótt 30. mars, 2009]. 5 Sjá Tryggvi Emilsson: Fátækt fólk. Æviminningar. Fyrsta bindi. Reykjavík: Mál og menning, 1976. 6 Stefan Zweig: Veröld sem var. Þýð. Halldór J. Jónsson og Ingólfur Pálmason. Reykjavík: Bóka- útgáfa Menningasjóðs, 1958. Hér eftir verður vísað til útgáfunnar með blaðsíðunúmeri aftan við tilvitnun. Guðmundur víkur endrum og eins að uppvaxtarárum sínum til þess að draga upp persónulega mynd af lífinu í Reykjavík á árunum eftir stríð (sjá t.d. 16–18). Hans verk er þó ekki sjálfsævi- sögulegt. 7 Guðmundur gerir íslenska efnahagshrunið í október 2008 að umræðuefni í formálanum að verki sínu (7) en það er ekki efni bókarinnar, þar sem hann hafði lokið henni fyrir hrunið. Gagnrýni hans á tíðarandann er fremur af siðferðilegum toga. 8 Ásgeir Jónsson, fyrrverandi forstöðumaður greiningardeildar Kaupþings, segir í bók sinni um hrunið að íslenski draumurinn minni helst á hinn bandaríska og dregur oft fram hliðstæður milli íslensks og bandarísks hugsunarháttar. Sjá: Why Iceland? New York, Chicago, London: McGraw–Hill, 2009. Sjá t.d. bls. 9, 10 og 30. 9 Skýringuna á íslenskum jafnaðaranda, svo langt sem hann nær, er líklega fremur að finna í smæð þjóðarinnar en sérstöku lundarfari Íslendinga. Hér hefur aldrei verið sá ,mannauður‘, í hausum talinn, sem þarf til þess að byggja upp raunverulegt aðalsveldi. Einar Benediktsson fangar þessa aðalshugmynd vel í ljóði sínu „Egill Skallagrímsson“ er hann segir: „þúsunda líf þarf í eins manns auð, / eins og aldir þarf gimstein að byggja“. Hrannir [1913]. Ljóðasafn 2. bindi. Hafnarfjörður: Skuggsjá 1979, bls. 96. 10 Ásgeir Jónsson vísar oftar en einu sinni til ummæla um hroka Íslendinga í bók sinni Why Iceland? Sjá t.d. bls. 10, en í endurminningum sínum kallaði Henry Kissinger Íslendinga hroka- fyllstu smáþjóð sem hann hefði kynnst. 11 Högni Óskarsson: „Freud í hvunndeginum: Bæling, maður og samfélag“. Ritið 2/2003 (3. árg.), bls. 9–23, hér bls. 21 og 22. Hér eftir verður vísað til greinarinnar með blaðsíðunúmeri aftan við tilvitnun. 12 Sjá: „Íslenskur hroki og færeyskt lán“ (28. október 2008) http://blog.eyjan.is/bryndisisfold/ 2008/10/28/islenskur-hroki-og-faereyskt-lan/ og „Dýr hroki“ (4. september 2009) http://www. dv.is/blogg/svarthofdi/2009/9/4/dyr-hroki/ [sótt 10. september 2009]. Ég ræði ýmsar myndir íslensks oflátungsháttar í grein minni „Frægðin hefur ekkert breytt mér: Þjóðin, sagan og Þjóðminjasafnið“, Ritið 2/2004 (4. árg.), bls. 137–165. 13 „Endurreisn Þjóðminjasafn Íslands“, Morgunblaðið, 1. september 2004. Ég ræði frekar orðið „dimmuþögn“ í grein minni „Frægðin hefur ekkert breytt mér: Þjóðin, sagan og Þjóðminja- safnið“, Ritið 2/2004, bls. 138–139. 14 Jón Ólafsson heimspekingur ræðir þessa hugmynd Viðskiptaráðs í fyrirlestri sínum „Laun- hæðni, kaldhæðni og siðleysi“ sem fluttur var á málþingi EÞIKOS, Háskólanum í Reykjavík, 13. TMM_4_2009.indd 23 11/4/09 5:44:35 PM
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.