Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2009, Side 70

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2009, Side 70
Ú l f h i l d u r D a g s d ó t t i r 70 TMM 2009 · 4 en austurlensk speki og heimssýn mun hafa haft mikil áhrif á höfund- inn sem ungan mann.1 Hergé hét réttu nafni Georges Rémi, en þegar hann birti sín fyrstu skrif í skátablaðinu Skátinn, í dálkinum ‘Yrðlingahornið’, merkti hann þau upphafsstöfum sínum, afturgengnum: RG. Þegar þetta er borið fram á frönsku er útkoman Hergé, og það nafn notaði hann æ síðan.2 Þetta var árið 1924. Fimm árum síðar hoppaði Tinni svo inní Litlu Tuttugustu öldina, barnablað sem fylgdi kaþólska dagblaðinu Tuttugasta öldin. Árið er 1929, kreppan á næsta leiti og í Bandaríkjunum taka ævintýrasögur í myndum að birtast í dagblöðunum; Tarzan birtist fyrst í myndasöguformi þetta ár, auk þess sem þeir félagar Buck Rogers og Stjáni blái sáu fyrst dag(blað)sins ljós. Þetta eru umbyltingarár, bæði í samfélaginu og fyrir hið spánnýja listform, myndasöguna. Og ekki áttu átökin eftir að minnka. Tinni er skilgetið afkvæmi tuttustu aldarinnar og upplifði hinar ýmsu hliðar hennar, allt frá byltingum í tækni til pólitískra hamfara af ýmsu tagi. Brussel í rigningu Bankarnir hrundu eins og ofhlaðnar bókahillur heima á Íslandi, en í Brussel fellur aðallega hellirigning. Við frændsystkinin látum ekkert af þessu á okkur fá, ég spenni upp nýju rauðu regnhlífina og vopnuð myndasögu-leiðsögubókum röltum við, sendiráðsfulltrúinn og kvefaði bókmenntafræðingurinn, um borgina í leit að þeim fjölmörgu mynda- sögum sem þar ber fyrir augu. Við hliðina á pissustráknum fræga, Mannequin Pis, má nú finna Tinna að fikra sig niður háan vegg eftir brunastiga, í félagi við Kolbein kaftein og Tobba að sjálfsögðu. Á næsta horni er krá sem ber nafn pissustráksins (en ekki Tinna) og þar setjumst við niður við snarkandi eld og dreypum á viský. Hér í Brussel starfaði Hergé og vinsældir Tinna ollu því að borgin varð að háborg myndasögunnar í Evrópu. Hérna fæddust þeir Svalur og Valur og síðar Gormurinn og fjölskylda hans, Viggó viðutan, Strump- arnir og Lukku-Láki, svo aðeins sé nefnt úrval þeirra hetja sem ratað hafa á blöð íslensku bókmenntasögunnar. Brusselar hafa vit á að gera mikið úr þessum mikilvæga menningararfi og árið 1989 (sama ár og Berlínarmúrinn féll) var stofnað myndasögusafn í fallegri gamalli verk- smiðju, sem teiknuð var af art nouveau-arkitektinum Victor Horta árið 1906. Í kjölfar þessa var byrjað að myndasöguvæða borgina enn frekar og þegar ég heimsótti hana árið 2003 klófesti ég fremur sjúskað ljósrit sem rakti slóð myndasögumálverka á götum Brussel. Í félagi við safnið TMM_4_2009.indd 70 11/4/09 5:44:40 PM
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.