Tímarit Máls og menningar - 01.11.2009, Síða 16
G u ð n i E l í s s o n
16 TMM 2009 · 4
þögn“ íslenskrar fortíðar, svo notast sé við orð leiðarahöfundar Morgun
blaðsins í tilefni af enduropnun Þjóðminjasafns Íslands 2004.13 Víma
útrásarinnar fólst ekki síst í því að ímynda sér litla Ísland sem jafningja
og jafnvel ofjarl stórþjóðanna. Um það vitnar alræmd skýrsla Viðskipta-
ráðs Íslands berlega en þar er varpað fram spurningunni: „Hvernig á
Ísland að vera árið 2015?“ Kaflafyrirsagnirnar eru lýsandi, en gera á
Ísland að samkeppnishæfasta landi í heimi á tíu árum með því að auka
viðskiptafrelsi og einkavæðingu, en samkvæmt einum kaflanum lyftir
einkarekstur „öllu á hærra plan“ (66). Í þeim tilgangi eigum við að elta
uppi forystuþjóðir og halda fram úr þeim:
Í þjóðfélagsumræðu er oft talað um að hitt og þetta sé ekki eins gott og hjá
löndunum í kringum okkur. Er þar gjarnan verið að tala um hin Norðurlöndin.
Draga menn oft upp slíkan samanburð þegar til stendur að færa rök fyrir meiri
ríkisafskiptum, meiri ríkisútgjöldum eða hærri sköttum. Skattar á Norðurlönd-
unum er [sic] miklu hærri en hér og þeir búa við ofvaxin velferðarkerfi sem
framleiða bókstaflega vandamál á ýmsum sviðum. Er því oft ekki um gæfulegan
samaburð [sic] eða háleit viðmið að ræða. Viðskiptaráð leggur til að Ísland hætti
að bera sig saman við Norðurlöndin enda stöndum við þeim framar á flestum
sviðum. Ísland ætti þess í stað að bera sig saman við þau ríki sem standa hvað
fremst á hverju sviði fyrir sig. (22)14
Að baki þessari stórkarlalegu yfirlýsingu býr kraftmikil hugarmynd
sem tengja má frásögnum um íslenska yfirburði, en markmið skýrslu-
höfunda er að skipa litla Íslandi loks á sinn réttborna bekk í samfélagi
þjóðanna. Slíkar sögur geta fyllt okkur eldmóði, en ef ekki reynist vera
innistæða (afsakið líkinguna) fyrir þeim ákvörðunum sem teknar eru í
nafni slíkra oflætishugmynda bjóðum við hættunni heim.
Hugmyndin um íslenska yfirburði birtist víða í samfélagi útrásar-
áranna. Herhvatarmyndband Kaupþings, frá fundi yfirstjórnar bankans
í Nice á frönsku Rivíerunni árið 2005, var aðeins ætlað til takmarkaðrar
dreifingar innan bankans, en var lekið á netið sumarið 2009. Þar má
finna sérkennilega blöndu af viljahyggju og bernskum ofurmennishug-
myndum, þar sem heimspeki Friedrichs Nietzsche er lesin með augum
MTV-kynslóðarinnar. Líklega voru útrásarvíkingarnir í Kaupþingi ekki
vel að sér í íslenskum fornbókmenntum því að hér hafa Hollywood-
kvikmyndir á borð við Matrix (1999) og Disney-teiknimyndina The
Incredibles (2004) rutt gömlu innrætingarsögunum úr vegi. Niðurstað-
an er þó sú sama. „[R]eistu í verki / viljans merki, – / vilji er allt, sem
þarf“ orti Einar Benediktsson um son „kappakyns“ í „Íslandsljóðum“, á
meðan Kaupþingsmenn lýsa því yfir að lítill vandi sé að breyta heimin-
TMM_4_2009.indd 16 11/4/09 5:44:31 PM