Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2011, Síða 42

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2011, Síða 42
G u ð n i Th . J ó h a n n e s s o n 42 TMM 2011 · 1 tjáningarfrelsið aukist. Í dag yrðu orð eins og „þessi karl“ eða frásögn af manni sem „beitti of lítið en gaf of mikið“ aldrei talin meiðandi fyrir dómstólum. Í máli Esra Péturssonar og Ingólfs Margeirssonar skipti greinilega miklu að trúnaður læknis við sjúkling þótti hafa verið brotinn. Kannski hefði niðurstaðan orðið önnur ef því hefði ekki verið að heilsa enda sagði í dómsorði að „við ákvörðun á mörkum tjáningar- frelsis hefur í dómaframkvæmd hin síðari ár verið litið mjög til þess að vegna lýðræðishefða verði að tryggja að fram geti farið þjóðfélagsleg umræða“.6 Að sama skapi hefur Mannréttindadómstóll Evrópu komist að þeirri niðurstöðu að í vissum tilvikum megi almenningur fá í hendur „viðkvæmar persónuupplýsingar“ um þjóðkunnugt fólk, lífs eða liðið, ef slíkt getur talist „framlag til almennrar þjóðfélagsumræðu“.7 Í rökræðum og deilum um skrif Sigmundar Ernis Rúnarssonar sögðu þeir sem töldu þau réttlætanleg að vakið væri máls á erfiðu lífi fatlaðs fólks í því skyni að vekja samúð og skilning. Eftir stendur að móðirin var ósátt og söguhetjan væntanlega líka. Skrásetjarinn var ekki að skrifa um viðkvæm málefni sjálfs sín heldur annarrar persónu sem ekki gat borið hönd fyrir höfuð sér.8 Öll þau lög og rök sem hér hafa verið nefnd eiga auðvitað við um sagnfræðinga eins og aðra. En Sagnfræðingafélag Íslands hefur einnig samþykkt sérstakar siðareglur og í þeim segir meðal annars: „Aldrei skal birta persónulega heimild í trássi við vilja höfundar hennar, sé hann á lífi, ella skal leitast við að hafa samráð við nákomna ættingja við útgáfuna. Æskilegt er undir venjulegum kringumstæðum að vernda höfunda viðkvæmra upplýsinga þannig að tryggt sé að persónuleg skrif þeirra verði ekki höfð að leiksoppi eða orðstír þeirra bíði ekki hnekki af. Þannig verða sagnfræðingar að meta hverju sinni hvernig heimildirnar verði notaðar og hversu langt skuli ganga í að gera þær opinberar.“9 Hugsunin er einlæg og góð, að vernda æru manna og friðhelgi einka- lífsins. En skyldur sagnfræðinga eru þó fleiri enda er „frumreglu“ sagn- fræðinga lýst á þennan hátt í siðareglunum: „Allir sagnfræðingar eiga í starfi sínu að leggja áherslu á að hafa það sem sannara reynist, óháð tengslum þeirra við opinberar stofnanir, samtök (t.d. stjórnmálaflokka), fyrirtæki og einstaklinga …“10 Og vandinn er sá að við ævisagnaritun getur fólk greint á um hvort í raun er skylt að hafa það sem sannara reynist, eða hvað það er sem er sannara en eitthvað annað.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.