Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2011, Side 44

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2011, Side 44
G u ð n i Th . J ó h a n n e s s o n 44 TMM 2011 · 1 gagnrýnislaus. Ritskoðun má aldrei í óskráð lög leiða. Þannig kvaðst Friðrik G. Olgeirsson, sagnfræðingur og höfundur ævisögu Davíðs Stefánssonar frá Fagraskógi, hafa kappkostað að eiga góð samskipti við fjölskyldu hans: „Ég hef engan áhuga á að lenda í sömu aðstöðu og sumir ævisagnaritarar að skrifa krassandi verk og fá svo alla afkomendur upp á móti sér.“15 En þessu fylgdi fórnarkostnaður; Friðrik fékk ekki að lesa sum bréf Davíðs í vörslu afkomenda hans eins og hann lýsti sjálfur: „Bréfin þykja það berorð og jafnvel klúr að mér var ekki leyft að vitna beint í þau, heldur var mér tjáð innihald þeirra.“16 Þetta sætti Friðrik sig við og vissulega varð til læsileg og hugljúf bók. En stundum hefur ágreiningi um heimildir og efnistök lyktað með látum og málaferlum. Það gerðist til dæmis árið 1991 þegar María Guðmunds- dóttir, fyrirsæta og ljósmyndari, rifti samningi við Gullveigu Sæmunds- dóttur ritstjóra um ritun ævisögu sinnar. „Kjarni málsins var að mínu mati þessi,“ sagði María: „Sá sem segir ævisögu sína öðrum á að eiga síðasta orðið. Frásögumaður [verður] endanlega að leggja blessun sína yfir hvert orð sem fer á prent um ævi sína.“ Undir þá skilmála gekkst Ingólfur Margeirsson og út kom bók sem söguhetjan var sátt við.17 Bókin um Maríu var því skrifuð í þökk hennar, rétt eins og rit Guðjóns Friðrikssonar um meginþætti í forsetatíð Ólafs Ragnars Grímssonar, og fáum sögum hefur farið af andúð Thorsara á verki Guðmundar Magnússonar. Af öðrum toga eru verk sem eru beinlínis samin í óþökk söguhetjunnar eða aðstandenda hennar. Erlendis hafa stjórnmálamenn og aðrir sem mikið hefur borið á í samfélaginu lengi þurft að þola að ævisögur þeirra séu skráðar gegn vilja þeirra. Á Íslandi er þessi hefð minni. Þó má nefna að árið 1989 skrifaði Eiríkur Jónsson blaðamaður ævisögu Davíðs Oddssonar og áratug síðar skrifaði ég um Kára Stefánsson og Íslenska erfðagreiningu. Hvorugt ritið hlaut náð fyrir augum almennings og sjálfur man ég vel hve miklum tíðindum það þótti sæta að rit yrði tekið saman um Kára og hans fyrirtæki án þess að hann hefði um það beðið.18 Haustið 2003 varð einnig mikill úlfaþytur. Þá varð heyrinkunnugt að Hannes Hólmsteinn Gissurarson hygðist skrifa ævisögu Halldórs Kiljans Laxness og nýta meðal annars bréfasafn hans á handritadeild Landsbókasafns. „Það er … ákveðinn kostur“, sagði Hannes, „að þurfa ekki að skrifa neina dýrlingasögu eftir fjölskyldufyrirmælum“. Nánustu ættingjum Nóbelsskáldsins tókst þó að koma í veg fyrir að hann fengi fullan aðgang að gögnum þess á hand- ritadeildinni.19 Fjölskyldan taldi augljóst að ævisagnaritarinn myndi reyna að varpa rýrð á söguhetjuna og því mætti koma í veg fyrir skrifin með öllum til-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.