Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2011, Side 45

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2011, Side 45
H e f u r ð u h e i m i l d ? TMM 2011 · 1 45 tækum ráðum. Ýmislegt varð til að flækja þetta einstaka mál – til dæmis að hinn umdeildi Hannes Hólmsteinn átti í hlut og að einkagögn höfðu sannanlega verið afhent opinberu safni án nokkurra kvaða. Burtséð frá því kom vel fram sú almenna staðreynd að fólk vill vernda orðstír sjálfs sín og ástvina sinna. Það er skiljanlegt og vissulega er það svo erlendis að ævisögur „í óþökk“ hafa gjarnan verið slúðurkenndar og slæmar á marga vegu. Þegar höfundar geta ekki rætt við söguhetjuna eða kynnt sér einkagögn hennar freistast þeir eða neyðast til að byggja frásögnina á óáreiðanlegri heimildum, og þá er hætt við staðreyndavillum og gloppum í sögunni.20 Einnig hefur loðað við ævisögur af þessu tagi að sagnaritarinn ætli sér fyrst og fremst að efnast á sölu verksins og ýki því fram úr hófi, dragi fram mestu lestina í fari þess sem fjallað er um og vilji skapa sensasjón. „Þurfum við virkilega að vita það um einhvern frægan einstakling að hann hafi pissað í buxurnar þegar hann var sex ára og stundað munnmök þegar hann var sextugur?“ Þannig spurði rit- höfundurinn Barbara Tuchman seint á síðustu öld.21 Engu að síður eru þeir augljósir kostirnir sem geta fylgt því að skrifa sjálfstætt eða jafnvel í „óþökk“. Höfundurinn verður ekki skuldbundinn viðfangsefninu. Honum verður frjálst að segja frá löstum jafnt sem kostum og þá þarf alls ekki að leiða talið að einkamálum eins og þeim sem Tuchman minntist á nema þau skipti greinilega máli í stærra sam- hengi. Sagnfræðingar og aðrir ævisagnaritarar mega því svo sannarlega skrá sögur „í óþökk“. Og þótt ólíku sé saman að jafna að mörgu leyti má hér nefna hina miklu Skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um bankahrunið 2008. Það verk var unnið „í óþökk“ margra sem þar komu við sögu; hvernig hefði það litið út ef þeir hefðu ráðið öllu eða miklu um efnistök? Tilbúningur eða staðreyndir Það eru sjálfsögð sannindi að í störfum sínum ber ævisagnariturum að fara að lögum um höfundarrétt (l. 73/1972). Í þeim segir meðal annars að höfundur hafi „einkarétt til að gera eintök af verki sínu og til að birta það í upphaflegri mynd eða breyttri, í þýðingu og öðrum aðlögunum“ (3. grein). Á hinn bóginn er heimil „tilvitnun í birt bókmenntaverk … ef hún er gerð í sambandi við gagnrýni, vísindi, almenna kynningu eða í öðrum viðurkenndum tilgangi, enda sé hún gerð innan hæfilegra marka og rétt með efni farið“ (14. grein). Þess vegna taldi Hannes Hólm- steinn Gissurarson til dæmis að við ritun fyrsta bindis ævisögu Hall- dórs Kiljans Laxness hefði hann mátt „hagnýta … og fella saman í eina
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.